Nýi kærastinn sagður skuggalega líkur pabbanum

Ava Phillippe og Dakota Brubaker er sögð hafa byrjað saman …
Ava Phillippe og Dakota Brubaker er sögð hafa byrjað saman undir lok síðasta árs. Samsett mynd

Ava Phillippe, dótt­ir fyrr­ver­andi leik­ara­hjón­anna Ryan Phillippe og Reese Wit­h­er­spoon, er kom­in með nýj­an kær­asta. Sá heppni heit­ir Dakota Bru­ba­ker og er tón­list­armaður.

Þetta þykir ef­laust ekki mörg­um í frá­sög­ur fær­andi nema fyr­ir þær sak­ir að Dakota þykir skugga­lega lík­ur föður Övu, leik­ar­an­um Ryan Phillippe, sem marg­ir kann­ast ef­laust við úr kvik­mynd­inni Cru­el In­tenti­ons. Báðir eru þeir með ljóst, krullað hár, grann­vaxn­ir og með svipaða and­lits­drætti.

Ava hef­ur sömu­leiðis ávallt þótt slá­andi lík móður sinni og hafa net­verj­ar því gant­ast með að Reese og Ryan séu tek­in aft­ur sam­an.

„Close Enough. Welcome back Reese & Ryan,“ skrifaði einn net­verji.

Parið gerði grín að at­huga­semd­um net­verja og deildi húm­orísku mynd­skeiði á TikT­ok í gær­dag, en þar sjást þau hrista haus­inn og segja nei.

Í mynd­skeiðinu er Dakota klædd­ur upp eins og Sebastian Valmont úr kvik­mynd­inni Cru­el In­tenti­ons.

Ryan Phillippe í hlutverki sínu sem Sebastian Valmont í Cruel …
Ryan Phillippe í hlut­verki sínu sem Sebastian Valmont í Cru­el In­tenti­ons. Skjá­skot/​IMDb
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Tónlist, náttúra eða list snerta dýpt sem orð ná ekki. Gefðu slíku pláss í dag. Fegurðin getur opnað fyrir lausn sem þú sást ekki.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Eva Björg Ægis­dótt­ir
2
Stein­dór Ívars­son
5
Mohlin & Nyström
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Tónlist, náttúra eða list snerta dýpt sem orð ná ekki. Gefðu slíku pláss í dag. Fegurðin getur opnað fyrir lausn sem þú sást ekki.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Eva Björg Ægis­dótt­ir
2
Stein­dór Ívars­son
5
Mohlin & Nyström