Matthías hlaut styrk úr sjóði Kristjáns Eldjárns

Matthías Hemstock og Þórarinn Eldjárn.
Matthías Hemstock og Þórarinn Eldjárn. Morgunblaðið/Árni Sæberg

​Úthlutað var úr Minn­ing­ar­sjóði Kristjáns Eld­járns gít­ar­leik­ara í sjö­unda sinn í dag. Í þetta sinn hlaut Matth­ías Hem­stock trommu­leik­ari styrk úr sjóðnum.

Sjóður­inn var stofnaður af fjöl­skyldu Kristjáns, vin­um og sam­starfs­fé­lög­um eft­ir að hann lést 22. apríl árið 2002 eft­ir tveggja ára veik­indi, tæp­lega þrítug­ur að aldri. Er sjóðnum ætlað að verðlauna framúrsk­ar­andi tón­list­ar­menn. 

Skipt­ir tví­mæla­laust máli 

Matth­ías seg­ir styrk­inn hafa komið sér mjög á óvart.

„Það er ekki oft sem ég verð mjög hissa en þegar Þór­ar­inn Eld­járn hringdi og til­kynnti mér að ég hefði hlotið styrk úr Minn­ing­ar­sjóði Kristjáns Eld­járns varð ég nú eig­in­lega orðlaus. Ég vinn mín störf sem tón­list­armaður án þess að reikna með viður­kenn­ing­um og fókus­inn er ein­fald­lega á þeim verk­efn­um sem liggja fyr­ir og að reyna að leysa þau vel. En það er samt hvetj­andi að heyra að fólk kunni að meta það sem maður er að fást við og skipt­ir tví­mæla­laust máli í heild­ar­sam­heng­inu,“ seg­ir Matth­ías en nán­ar verður rætt við hann á menn­ing­arsíðum Morg­un­blaðsins á morg­un.

Komið víða við á ferl­in­um

Matth­ías lærði við Tón­list­ar­skóla FÍH á ár­un­um 1984-1988 og Berk­lee Col­l­e­ge of Music 1989-1991. Í til­kynn­ingu seg­ir að Matth­ías hafi leikið með fjöl­mörg­um hljóm­sveit­um og hafa verk­efn­in spannað vítt svið, allt frá rokki og popp­tónlist til klass­ískr­ar tón­list­ar. Nefna má sem dæmi rokk-/​popp hljóm­sveit­irn­ar Geim­steinn, Stjórn­in, Tod­mobil og Unun. Þá hef­ur hann starfað með mörg­um tón­list­ar­mönn­um inn­an djass­geir­ans á borð við Hilm­ar Jens­son, Óskar Guðjóns­son, Eyþór Gunn­ars­son, Valdi­mar Kol­bein Sig­ur­jóns­son, Skúla Sverris­son, Ragn­heiði Grön­dal, Jóel Páls­son, Kára Eg­ils­son, Mar­gréti Krist­ínu Blön­dal, Megas, Nico Mor­eaux og Birgi Stein Theo­dórs­son.

Þá hef­ur Matth­ías einnig starfað í leik­hús­um og með Sin­fón­íu­hljóm­sveit Íslands, Caput hópn­um og Kammer­sveit Reykja­vík­ur. Raf­tónlist hef­ur einnig skipað sinn sess, meðal ann­ars í sam­starfi við Jó­hann Jó­hanns­son á ár­un­um 2000 til 2012.

Matth­ías hef­ur kennt á tromm­u­sett í Mennta­skóla í tónlist frá stofn­un skól­ans og starfað sem stunda­kenn­ari við Lista­há­skóla Íslands síðan 2020. Hann stóð fyr­ir út­gáfu bók­ar­inn­ar Hring­ir inn­an hringja eft­ir Pét­ur Östlund sem er kennslu­bók í tækni á tromm­u­sett og gaf út eig­in kennslu­bók árið 2018 sem ber nafnið Lín­ur, form og spuni sem fjall­ar um hvernig nýta má tón­mál fyr­ir spuna á tromm­u­sett.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Félagslíf þitt fer á flug, og óvænt boð gæti glatt þig. Ný tengsl eða rómantík gæti kviknað ef þú leyfir þér að vera opinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Stein­dór Ívars­son
3
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
5
Eva Björg Ægis­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Félagslíf þitt fer á flug, og óvænt boð gæti glatt þig. Ný tengsl eða rómantík gæti kviknað ef þú leyfir þér að vera opinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Stein­dór Ívars­son
3
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
5
Eva Björg Ægis­dótt­ir