Birnir nýr meðlimur LXS

Nýjasti meðlimur LXS hópsins.
Nýjasti meðlimur LXS hópsins. Samsett mynd

Raun­veru­leika­stjörn­urn­ar og vin­kon­urn­ar í LXS-hópn­um, þær Birgitta Líf Björns­dótt­ir, Sunn­eva Eir Ein­ars­dótt­ir, Magnea Björg Jóns­dótt­ir, Ástrós Trausta­dótt­ir, Hild­ur Sif Hauks­dótt­ir og Ína María Ein­ars­dótt­ir hafa varla farið fram­hjá nein­um síðustu ár en nú bæt­ist óvænt­ur leikmaður í hóp­inn. Nýi meðlim­ur­inn er eng­inn ann­ar en rapp­ar­inn Birn­ir, sem hef­ur form­lega gengið til liðs við skvís­urn­ar og það með held­ur óhefðbundn­um hætti.

Á mánu­dag­inn ákvað Birn­ir að ganga til liðs LXS með því að fá sér húðflúrið „LXS“ í lóf­ann. Þetta er óvenju­leg leið til að skrifa und­ir samn­ing en tón­list­armaður­inn knái er van­ur að fara sín­ar eig­in leiðir.

Birnir sýnir nýjasta húðflúrið.
Birn­ir sýn­ir nýj­asta húðflúrið. Skjá­skot/​In­sta­gram

Skýt­ur á gagn­rýn­end­ur

Í lok síðasta mánaðar gaf Birn­ir út plöt­una Dyrn­ar þar sem eitt lagið ber heitið LXS. Í text­an­um vís­ar hann á bein­skeitt­an hátt til LXS-stelpn­anna og seg­ir meðal ann­ars:

„Eins og LXS-stelp­urn­ar að ganga frá ykk­ur,“ sem hef­ur verið túlkað sem létt skot á þá sem gagn­rýnt hafa hóp­inn.

Birgitta Líf, einn af meðlim­um hóps­ins, birti mynd­band á TikT­ok þar sem til­kynnt var um nýj­asta leik­mann hóps­ins. Skvís­urn­ar og Birn­ir fögnuðu svo áfang­an­um á barn­um Nínu þar sem þau skáluðu fyr­ir nýj­um kafla.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Þótt skynsamlegt sé að skoða málin sem best skyldi enginn horfa fram hjá eigin tilfinningu. En þú ert með allt á hreinu og getur því borið höfuðið hátt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Eva Björg Ægis­dótt­ir
3
Abby Ji­menez
4
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
5
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Þótt skynsamlegt sé að skoða málin sem best skyldi enginn horfa fram hjá eigin tilfinningu. En þú ert með allt á hreinu og getur því borið höfuðið hátt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Eva Björg Ægis­dótt­ir
3
Abby Ji­menez
4
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
5
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir