Drake opnar sig um spilafíkn

Drake opnaði sig um spilafíkn sína í færslu á Instagram.
Drake opnaði sig um spilafíkn sína í færslu á Instagram. AFP

Rapp­ar­inn Dra­ke opnaði sig við fylgj­end­ur sína á In­sta­gram um spilafíkn sína. Dra­ke er einn vin­sæl­asti rapp­ari í heimi og hef­ur unnið fjölda verðlauna fyr­ir tónlist sína. 

Dra­ke deildi skjá­skoti með fylgj­end­um sín­um sem sýn­ir hversu miklu hann hefði eitt í veðmál og hversu miklu hann hefði tapað.

Skjá­skot/​In­sta­gram

Sam­kvæmt mynd­inni hafði hinn 38 ára gamli tón­list­armaður tapað sam­tals 8.238.686 döl­um sem sam­svar­ar um ein­um millj­arði ís­lenskra króna. Dra­ke eyddi 15 millj­örðum ís­lenskra króna í veðmál í þess­um mánuði.

Í færslu Dra­ke seg­ir: „Ég verð að deila hinni hliðinni á spila­mennsk­unni... tapið er svo brjálað núna.“ Í fram­hald­inu sagðist Dra­ke vona að heppn­in myndi snú­ast hon­um í vil fljót­lega.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Dra­ke sýn­ir fylgj­end­um sín­um frá spilafíkn sinni. Fyrr á þessu ári vann hann 630 þúsund dali í veðmáli um að Baltimore Ravens myndu sigra Pitts­burgh Steelers í NFL-leik í janú­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Einfaldleiki hefur lækningarmátt. Dagurinn hvetur þig til að skera niður óþarfa. Því minna sem þú tekur að þér því meira getur þú einbeitt þér að því sem nærir þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Eva Björg Ægis­dótt­ir
3
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
4
Stein­dór Ívars­son
5
Abby Ji­menez
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Einfaldleiki hefur lækningarmátt. Dagurinn hvetur þig til að skera niður óþarfa. Því minna sem þú tekur að þér því meira getur þú einbeitt þér að því sem nærir þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Eva Björg Ægis­dótt­ir
3
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
4
Stein­dór Ívars­son
5
Abby Ji­menez