Rapparinn Drake opnaði sig við fylgjendur sína á Instagram um spilafíkn sína. Drake er einn vinsælasti rappari í heimi og hefur unnið fjölda verðlauna fyrir tónlist sína.
Drake deildi skjáskoti með fylgjendum sínum sem sýnir hversu miklu hann hefði eitt í veðmál og hversu miklu hann hefði tapað.
Samkvæmt myndinni hafði hinn 38 ára gamli tónlistarmaður tapað samtals 8.238.686 dölum sem samsvarar um einum milljarði íslenskra króna. Drake eyddi 15 milljörðum íslenskra króna í veðmál í þessum mánuði.
Í færslu Drake segir: „Ég verð að deila hinni hliðinni á spilamennskunni... tapið er svo brjálað núna.“ Í framhaldinu sagðist Drake vona að heppnin myndi snúast honum í vil fljótlega.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Drake sýnir fylgjendum sínum frá spilafíkn sinni. Fyrr á þessu ári vann hann 630 þúsund dali í veðmáli um að Baltimore Ravens myndu sigra Pittsburgh Steelers í NFL-leik í janúar.