Sabrina Carpenter mætir gagnrýni vegna nýs plötuumslags

Myndin á nýja plötuumslagi Sabrina Carpenter.
Myndin á nýja plötuumslagi Sabrina Carpenter. Skjáskot/Instagram

Banda­ríska söng­kon­an Sa­brina Carpenter hef­ur valdið tals­verðu fjaðrafoki með plötu­um­slagi nýj­ustu plötu sinn­ar, Man's Best Friend, sem kem­ur út í ág­úst. Um­slagið sýn­ir Carpenter á fjór­um fót­um, þar sem óþekkt­ur karl­maður held­ur þétt­ings­fast í ljósa hárið. Mynd­in hef­ur kallað fram harðar gagn­rýn­isradd­ir, sem lýsa henni sem niðrandi fyr­ir kon­ur og upp­hafn­ingu á karl­manns­legu valdi.

Á sama tíma hafa aðrir aðdá­end­ur og gagn­rýn­end­ur séð mynd­ina sem skarpa ádeilu á þá hlut­gerv­ingu kvenna sem rík­ir í skemmt­anaiðnaðinum. Tals­menn þessa sjón­ar­miðs segja Carpenter ein­fald­lega vera að ögra sam­fé­lags­leg­um vænt­ing­um með kald­hæðni og sa­tíru.

Tel­ur mynd­ina ekki óviðeig­andi miðað við sögu tón­list­ar­heims­ins

Sál­fræðing­ur­inn Katr­ina Muller-Town­send tel­ur að mis­mun­andi viðbrögð við plötu­um­slag­inu stafi af því sem kallað er hug­rænt ósam­ræmi. 

„Þegar fólk upp­lif­ir ósam­ræmi milli vænt­ing­ana sinna til Carpenter og þess sem það sér á þess­ari mynd, verður spenn­an til sem veld­ur því að fólk annaðhvort rétt­læt­ir eða hafn­ar mynd­inni al­farið,“ seg­ir Muller-Town­send.

Þá hef­ur tón­list­ar­kon­an Car­ly Simon komið Carpenter til varn­ar í ný­legu viðtali við Roll­ing Stone og seg­ir mynd­ina alls ekki vera óviðeig­andi miðað við sögu tón­list­ar­heims­ins og rifjaði upp um­deilt plötu­um­slag sitt frá 1975, sem vakti einnig hörð viðbrögð á sín­um tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Tilfinningar eru sterkar og þér kann að finnast erfitt að tjá þær. Gefðu þér tíma áður en þú bregst við. Með ró og yfirvegun finnur þú réttu orðin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Eva Björg Ægis­dótt­ir
3
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir
4
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
5
Abby Ji­menez
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Tilfinningar eru sterkar og þér kann að finnast erfitt að tjá þær. Gefðu þér tíma áður en þú bregst við. Með ró og yfirvegun finnur þú réttu orðin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Eva Björg Ægis­dótt­ir
3
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir
4
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
5
Abby Ji­menez