Unnasta R. Kelly neitar því að vera kynlífsþræll í sambandinu

Tónlistamaðurinn R. Kelly og unnusta hans, Joycelyn Savage.
Tónlistamaðurinn R. Kelly og unnusta hans, Joycelyn Savage. Samsett mynd

Joycelyn Sa­vage, unn­usta tón­list­ar­manns­ins R. Kelly, hef­ur sent frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem hún neit­ar ásök­un­um fjöl­skyldu sinn­ar um að hún sé fórn­ar­lamb eða í haldi gegn vilja sín­um.

Í mynd­bandi sem iTv birti á Youtu­be sagði Sa­vage að það sem fjöl­skylda henn­ar væri að segja um sam­band henn­ar og Kelly væri allt lygi. Hún ít­rekaði að hún væri hvorki kyn­lífsþræll né hefði hún verið heilaþveg­in, eins og fjöl­skylda henn­ar hef­ur haldið fram.

„Ég er ekki hald­in gegn vilja mín­um. Ég er ekki kyn­lífsþræll og ég hef ekki verið heilaþveg­in,“ sagði Sa­vage og bætti við að hún og R. Kelly hefðu verið sam­an í tíu ár, trú­lofuð síðustu þrjú ár og að þau ætla að gifta sig og stofna fjöl­skyldu.

Afplán­ar 30 ára fang­els­is­dóm

Fjöl­skylda Sa­vage hef­ur haldið því fram að hún sé enn und­ir áhrif­um Kelly, sem nú afplán­ar 30 ára fang­els­is­dóm fyr­ir að hafa í ára­tugi leitt glæp­a­starf­semi sem gekk út á man­sal og vændi. Fjöl­skyld­an seg­ir einnig að Sa­vage hafi ekki haft bein sam­skipti við þau í nokk­ur ár. Sa­vage svar­ar því með að fjöl­skyldu­sam­band þeirra sé ein­fald­lega rofið.

Kelly var sak­felld­ur fyr­ir man­sal og kyn­ferðis­brot árið 2021 og árið eft­ir fyr­ir barn­aníð. Þrátt fyr­ir það stend­ur Sa­vage þétt við bakið á hon­um og biður aðdá­end­ur um að halda áfram að biðja fyr­ir Kelly á meðan hann er í fang­els­inu og held­ur fast í von­ina um að hann verði fljót­lega lát­inn laus.

Hér að neðan má sjá færslu frá for­eldr­um Sa­vage þar sem þau lýsa yfir áhyggj­um dótt­ur sinn­ar:



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tími er kominn til að klára það sem þú hefur byrjað. Ekki fresta frekar. Smá aðhald og skýr forgangsröðun getur opnað fyrir meiri orku og árangur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Eva Björg Ægis­dótt­ir
3
Abby Ji­menez
4
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
5
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tími er kominn til að klára það sem þú hefur byrjað. Ekki fresta frekar. Smá aðhald og skýr forgangsröðun getur opnað fyrir meiri orku og árangur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Eva Björg Ægis­dótt­ir
3
Abby Ji­menez
4
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
5
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir