Er ástin aðeins reikningsdæmi?

Kemst ekki í sama klassa og rómantísku gamanmyndirnar sem við …
Kemst ekki í sama klassa og rómantísku gamanmyndirnar sem við elskuðum á gullöld greinarinnar, skrifar gagnrýnandi meðal annars.

Nýj­asta og jafn­framt önn­ur kvik­mynd Cel­ine Song í fullri lengd, Efn­ishyggju­fólk, flokk­ast sem róm­an­tík en sú kvik­mynda­grein er vin­sæl und­ir­grein, í spennu- og hryll­ings­mynd­um er til dæm­is oft líka ein­hver ástar­saga þótt hún sé ekki aðalviðfangs­efnið. Gull­öld róm­an­tískra kvik­mynda og sér­stak­lega róm­an­tískra gam­an­mynda er hins veg­ar liðin.

Yf­ir­leitt er talað um að gull­öld róm­an­tískra gam­an­mynda hafi byrjað með hinni klass­ísku kvik­mynd Þegar Harry hitti Sally (e. When Harry Met Sally) eft­ir Noru Ephron árið 1989 og staðið í rúm 20 ár. Þá voru gerðar marg­ar róm­an­tísk­ar gam­an­mynd­ir sem eru enn vin­sæl­ar í dag, eins og til dæm­is Svefn­laus í Seattle (e. Sleep­less in Seattle, 1993) eft­ir Noru Ephron, Nott­ing Hill (1999) eft­ir Roger Michell og Hvernig maður los­ar sig við gæja á 10 dög­um (e. How to Lose a Guy in 10 Days, 2003) eft­ir Don­ald Petrie svo að eitt­hvað sé nefnt.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Stund til íhugunar hjálpar þér að setja nýjan tón fyrir daginn. Ekki þarf alltaf að framkvæma. Að dvelja og heyra eigin hljóð getur verið nægilega öflug athöfn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Eva Björg Ægis­dótt­ir
3
Abby Ji­menez
4
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
5
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Stund til íhugunar hjálpar þér að setja nýjan tón fyrir daginn. Ekki þarf alltaf að framkvæma. Að dvelja og heyra eigin hljóð getur verið nægilega öflug athöfn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Eva Björg Ægis­dótt­ir
3
Abby Ji­menez
4
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
5
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir