Skilja eftir sjö mánaða hjónaband

Tammy Hembrow og Matt Zukowski eru skilin eftir aðeins sjö …
Tammy Hembrow og Matt Zukowski eru skilin eftir aðeins sjö mánaða hjónaband. Skjáskot/Instagram

Lík­ams­ræktaráhrifa­vald­ur­inn Tammy Hem­brow og raun­veru­leika­stjarn­an Matt Zu­kowski eru skil­in eft­ir aðeins sjö mánaða hjóna­band. Hem­brow staðfesti þetta sjálf í mynd­bandi á TikT­ok þann 21. júní síðastliðinn og sagði þar að ákvörðunin væri henni erfið og hún myndi ekki ásaka neinn ann­an en sjálfa sig.

„Ég er með svo mik­inn kvíða yfir þessu … ég ætla að skilja,“ sagði Hem­brow meðal ann­ars í mynd­band­inu. Hún bætti við að hún hefði ekki alltaf tekið bestu ákv­arðanir þegar kæmi að sam­bönd­um en fyr­ir þetta hjóna­band hefði hún verið trú­lofuð tvisvar áður.

Þekkt fyr­ir lík­ams­vöxt sinn

Hem­brow hef­ur lengi verið áber­andi á sam­fé­lags­miðlum en hún hef­ur meðal ann­ars vakið mikla at­hygli fyr­ir lík­ams­vöxt sinn og þá sér­stak­lega hvað hún hef­ur verið fljót að ná sér eft­ir meðgöngu barna henn­ar. Það virðist sem að lík­ami henn­ar sé fljót­ari en flest­ir að jafna sig eft­ir barns­b­urð. 

Trú­lofuðu sig eft­ir þriggja mánaða sam­band

Sam­band þeirra hef­ur verið áber­andi á sam­fé­lags­miðlum en parið kynnt­ist haustið 2023 og trú­lofaði sig eft­ir aðeins þriggja mánaða sam­band. Þau giftu sig svo þann 23. nóv­em­ber 2024. 

Zu­kowski, sem varð þekkt­ur fyr­ir þátt­töku sína í Love Is­land Austr­alia, staðfesti skilnaðinn í færslu á In­sta­gram. 

„Við Tammy höf­um ákveðið að skilja. Þetta var erfið ákvörðun fyr­ir okk­ur bæði en nauðsyn­leg fyr­ir okk­ur og börn­in henn­ar þrjú,“ skrifaði Zu­kowski.

„Þú þekk­ir hana ekki...“

Eft­ir til­kynn­ing­una hef­ur at­hygli beinst að fram­komu Zu­kowski á sam­fé­lags­miðlum. Hann hef­ur meðal ann­ars líkað við at­huga­semd­ir frá aðdá­end­um hans sem fögnuðu ný­fengnu „frels­i’’ hans og svarað öðrum at­huga­semd­um sem marg­ir túlkuðu sem óviðeig­andi gagn­vart fyrr­ver­andi eig­in­konu sinni. Þegar ein at­huga­semd­in vísaði til Tammy sem „drauma-stelp­an’’ svaraði Zu­kowski: „Þú þekk­ir hana ekki...“

Fólk á sam­fé­lags­miðlum hef­ur velt mikið fyr­ir sér ástæðum skilnaðar­ins og reynt að fylla í eyðurn­ar. Marg­ir fylgj­end­ur hafa lýst yfir stuðningi við Hem­brow og haldið því fram að Zu­kowski hafi nýtt sér frægð henn­ar. Aðrir hafa aft­ur á móti velt því fyr­ir sér af hverju hún virðist ít­rekað kynna nýja maka fyr­ir fjöl­skyld­unni og al­menn­ingi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Einhver kemur þér á óvart með nýrri nálgun. Ekki bregðast við strax. Hlustaðu og gefðu þér tíma að bregðast við. Túlkunin skiptir jafn miklu máli og inntakið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Eva Björg Ægis­dótt­ir
3
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
4
Stein­dór Ívars­son
5
Abby Ji­menez
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Einhver kemur þér á óvart með nýrri nálgun. Ekki bregðast við strax. Hlustaðu og gefðu þér tíma að bregðast við. Túlkunin skiptir jafn miklu máli og inntakið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Eva Björg Ægis­dótt­ir
3
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
4
Stein­dór Ívars­son
5
Abby Ji­menez