Brad Pitt segist hafa misst af samkynhneigðri reynslu

Brad Pitt ásamt kærustu sinni Ines de Ramon fyrir framan …
Brad Pitt ásamt kærustu sinni Ines de Ramon fyrir framan ljósmyndara við Evrópufrumsýningu kvikmyndarinnar F1 The Movie, 23. júní. HENRY NICHOLLS / AFP

Hollywood-leik­ar­inn Brad Pitt var ansi hrein­skil­inn um kyn­hneigð sína í hlaðvarpsþætt­in­um Armchair Expert with Dax Shep­ard þegar hann sagðist hafa misst af „sam­kyn­hneigðri reynslu“ fyrst hann var byrjaður með skart­gripa­hönnuðinum Ines de Ramon.

„Þú veist, ég hef aldrei fengið reynslu af sam­kyn­hneigð,“ sagði leik­ar­inn í þætt­in­um á mánu­dag.

„Ég eig­in­lega missti af þeim glugga, en ef ég hefði prófað hefði það ekki verið þú,“ grínaðist Pitt og átti þar við þátta­stjórn­and­ann Dax Shep­ard.

Pitt, sem er 61 árs, sagði einnig frá því að hann hafi sótt sinn fyrsta AA-fund í kjöl­far erfiðs skilnaðar við leik­kon­una Ang­el­inu Jolie. Hann viður­kenndi að hafa farið „á hnén“ vit­andi að hann þyrfti að gera veru­leg­ar breyt­ing­ar á ein­hverj­um sviðum lífs­ins.

Áfeng­is­drykkja leik­ar­ans er ein megin­á­stæða end­is­ins á tveggja ára hjóna­bandi þeirra Jolie. 

 Page Six

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Dýpri skilningur á persónulegum samböndum gefur rými til að laga gömul sár. Dagurinn hvetur til samtals og tengsla sem byggja á gagnkvæmu trausti og þolinmæði.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Eva Björg Ægis­dótt­ir
2
Stein­dór Ívars­son
4
Yrsa Sig­urðardótt­ir
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Dýpri skilningur á persónulegum samböndum gefur rými til að laga gömul sár. Dagurinn hvetur til samtals og tengsla sem byggja á gagnkvæmu trausti og þolinmæði.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Eva Björg Ægis­dótt­ir
2
Stein­dór Ívars­son
4
Yrsa Sig­urðardótt­ir
5
Arn­ald­ur Indriðason