„Ég er ekki að reyna að hneyksla neinn“

„Í vetur fór ég svo í sjálfsskoðun en með hækkandi …
„Í vetur fór ég svo í sjálfsskoðun en með hækkandi aldri fer maður að hugsa um hvað er liðið, hvað er gengið, hvað maður hefur gert og hvað er eftir.“ mbl.is/Ásdís

Marg­ir þekkja Aðal­heiði S. Ey­steins­dótt­ur mynd­list­ar­mann fyr­ir tréskúlp­túra og lág­mynd­ir af mönn­um og dýr­um. Nú sýn­ir hún hins veg­ar á sér aðra hlið en hinn 27. júní verður opnuð sýn­ing á 60 nýj­um blý­antsteikn­ing­um í Kakt­us við Kaup­vangs­stræti á Ak­ur­eyri.

Um eins kon­ar rann­sókn er að ræða en frá 14. fe­brú­ar til 15. mars sl. teiknaði Aðal­heiður há­deg­is­verð sinn ann­ars veg­ar og hægðir sín­ar eins og þær litu út í sal­ern­inu um það bil 24 tím­um síðar.

Not­ar mat í ýmsa gjörn­inga

„Þessi sýn­ing er hliðarskref. Fram til þessa hef ég verið að fjalla um rými, t.d. með inn­setn­ing­um, en nú er ég að fjalla um mitt innra rými og hvað ger­ist þar. Við höf­um öll þess­ar grunnþarf­ir sem snú­ast um að borða og mat­ur­inn sem við inn­byrðum hef­ur mis­mun­andi áhrif á okk­ur. Þá þurfa sum­ir að fylgj­ast með mataræðinu, eru með of­næmi eða hafa ein­fald­lega ekki efni á að kaupa sér það sem þeir vilja borða. Fólk þarf þá að stilla sig inn á hvað má borða og hvað má ekki borða.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Hugmynd sem þú hefur leikið þér með fær nýjan tilgang. Það sem virtist óljóst verður nú skýrara. Skrifaðu, skipuleggðu og láttu hugmyndina blómstra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Eva Björg Ægis­dótt­ir
3
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
4
Stein­dór Ívars­son
5
Abby Ji­menez
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Hugmynd sem þú hefur leikið þér með fær nýjan tilgang. Það sem virtist óljóst verður nú skýrara. Skrifaðu, skipuleggðu og láttu hugmyndina blómstra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Eva Björg Ægis­dótt­ir
3
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
4
Stein­dór Ívars­son
5
Abby Ji­menez