Fær aðgang að skilaboðum milli Lively og Swift

Blake Lively og Justin Baldoni hafa staðið í deilum síðan …
Blake Lively og Justin Baldoni hafa staðið í deilum síðan kvikmyndin It Ends With Us kom út. Samsett mynd/Instagram

Leik­ar­inn Just­in Baldoni fékk leyfi dóm­ara til að fá aðgang að einka­skila­boðum milli leik­kon­unn­ar Bla­ke Li­vely og söng­kon­unn­ar Tayl­or Swift sem tengj­ast kvik­mynd­inni It Ends With Us.

Laga­leg­ar deil­ur á milli leik­ara kvik­mynd­ar­inn­ar hafa staðið yfir síðan 2024. Deil­urn­ar varða at­vik sem átti sér stað við tök­ur á kvik­mynd­inni.

Baldoni, sem leik­stýrði mynd­inni, höfðaði fyrst mál gegn Li­vely, eig­in­manni henn­ar Ryan Reynolds og The New York Times eft­ir að leik­kon­an greindi op­in­ber­lega frá kyn­ferðis­legri áreitni hans.

Li­vely hafði áður leitað eft­ir verndar­úrsk­urði til að koma í veg fyr­ir að deila texta­skila­boðum sem lög­fræðing­ar Baldoni óskuðu eft­ir. Rök Li­vely voru þau að sam­skipt­in milli henn­ar og Swift væru mál­inu óviðkom­andi.

Á miðviku­dag­inn úr­sk­urðaði dóm­ari að upp­lýs­ing­arn­ar í skila­boðunum væru viðeig­andi þar sem að Li­vely hefði sagt að Swift væri með vitn­eskju um kvart­an­ir eða umræður um vinnu­um­hverfið við gerð kvik­mynd­ar­inn­ar.

Dóm­ar­inn vísaði á dög­un­um 400 millj­óna dala gagn­kröfu Baldoni gegn Li­vely, Reynolds og Times. Dóm­ar­inn gaf hins veg­ar teymi Baldoni annað tæki­færi til að taka á til­tekn­um kröf­um með því að leggja fram aðra kæru.

Lög­fræðing­ar Li­vely lýstu í fram­hald­inu yfir sigri í mál­inu sem hef­ur vakið mikla reiði lög­fræðiteym­is Baldoni. Hvorki Li­vely né Baldoni hafa tjáð sig um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Óvænt tækifæri mun bjóðast þér og það ríður á miklu að þú kunnir að bregðast rétt við. Sama hvað þú gerir þá fara hlutirnir á annan veg en þú ætlar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hug­rún Björns­dótt­ir
3
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
4
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Óvænt tækifæri mun bjóðast þér og það ríður á miklu að þú kunnir að bregðast rétt við. Sama hvað þú gerir þá fara hlutirnir á annan veg en þú ætlar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hug­rún Björns­dótt­ir
3
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
4
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir