Brotist var inn á heimili leikarans Brad Pitts í Los Angeles í gær. Látið var greipar sópa en Pitt er á ferðalagi að kynna nýjustu mynd sína F1. Þetta kemur fram í frétt AFP.
Heimildarmenn NBC News og Los Angeles Times segja að það hafi sést til þriggja manna sem klifruðu yfir grindverk og brutu glugga til þess að komast inn. Ekki er búið að gefa upp verðmæti þýfisins.
Greina má merki um innbrotahrinu meðal hinna ríku og frægu þar ytra en örfáir mánuðir er síðan brotist var inn til Nicole Kidman og Keith Urban.