„Þau eru ömurleg og við erum svöl“

Suður-afríska leikkonan Charlize Theron lét í sér heyra varðandi brúðkaup …
Suður-afríska leikkonan Charlize Theron lét í sér heyra varðandi brúðkaup Bezos og Sánchez. Unique Nicole / AFP

Suðurafríska leik­kon­an Charlize Theron var ekki ýkja hrif­in af 50 millj­ón doll­ara brúðkaupi auðkýf­ings­ins Jeff Bezos og Lauren Sánchez. Brúðkaupið, sem sam­an­stóð af þriggja daga veislu­höld­um, fór fram í Fen­eyj­um í liðinni viku.

Theron var gest­gjafi fimmtu Block Party-sam­kom­unn­ar sem hald­in er af góðgerðarsam­tök­um leik­kon­unn­ar: Charlize Theron Outreach Proj­ect

„Ég held við séum þau einu sem ekki var boðið í brúðkaup Bezos,“ sagði leik­kon­an í ræðu sinni á viðburðinum. „En það er allt í lagi, þau eru öm­ur­leg og við erum svöl,“ bætti Theron við í létt­ari tón.

Síðar í ræðu sinni sagði Theron: „Hér í Los Ang­eles, í Banda­ríkj­un­um og um víða ver­öld, fer okk­ur aft­ur á mikl­um hraða. Inn­flytj­enda­stefna hef­ur eyðilagt líf fjöl­skyldna, ekki glæpa­manna; rétt­indi kvenna verða minni og minni dag hvern, líf sam­kyn­hneigðra og trans­fólks er þurrkað út, og kyn­bundið of­beldi eykst. Þetta er ekki aðeins stefna, þetta er per­sónu­legt.“

Theron hlaut mikið lófa­tak fyr­ir og bætti svo við: „Já, fari þau til fjand­ans.“

Leik­kon­an var ekki á gestal­ista Bezos og Sánchez en hins veg­ar var fjöld­inn all­ur af ríku og frægu fólki á list­an­um sem flykkt­ist til Fen­eyja til að vera viðstadd­ur brúðkaupið, í óþökk íbúa borg­ar­inn­ar.

Hér má sjá nokkr­ar mynd­ir úr brúðkaup­inu:

Stofnandi Amazon Jeff Bezos og spúsa hans Lauren Sánchez Bezos.
Stofn­andi Amazon Jeff Bezos og spúsa hans Lauren Sánchez Bezos. Marco BERTOR­ELLO / AFP
Bandaríska ofurmódelið og Kardashian-systirin Kendall Jenner, ásamt móður sinni Kris …
Banda­ríska of­ur­mód­elið og Kar­dashi­an-syst­ir­in Kendall Jenner, ásamt móður sinni Kris Jenner og syst­ur Kylie Jenner. Stefano Rell­and­ini / AFP
Bandaríska ofurmódelið Brooks Nader.
Banda­ríska of­ur­mód­elið Brooks Nader. Stefano Rell­and­ini / AFP
Mótmælendur hengja stóran borða með orðunum „ekkert pláss fyrir Bezos,“ …
Mót­mæl­end­ur hengja stór­an borða með orðunum „ekk­ert pláss fyr­ir Bezos,“ á Rialto-brúna dag­inn eft­ir at­höfn­ina. ANDREA PATT­ARO / AFP
Bandaríski söngvarinn Usher og eiginkona hans Jennifer Goicoechea.
Banda­ríski söngv­ar­inn Us­her og eig­in­kona hans Jenni­fer Goicoechea. Stefano Rell­and­ini / AFP
Raunveruleikaþáttastjörnurnar Kim og Khloe Kardashian
Raun­veru­leikaþátta­stjörn­urn­ar Kim og Khloe Kar­dashi­an ANDREA PATT­ARO / AFP
Lisa Bezos og Mark Bezos (til hægri), hálfbróðir Jeff Bezos.
Lisa Bezos og Mark Bezos (til hægri), hálf­bróðir Jeff Bezos. Stefano Rell­and­ini / AFP
Bandaríska blaðakonan Gayle King og sjónvarpsþáttastjórnandinn Oprah Winfrey.
Banda­ríska blaðakon­an Gayle King og sjón­varpsþátta­stjórn­and­inn Oprah Win­frey. ANDREA PATT­ARO / AFP
Breska söngkonan og lagahöfundurinn Ellie Goulding.
Breska söng­kon­an og laga­höf­und­ur­inn Ellie Gould­ing. Marco BERTOR­ELLO / AFP
Bandaríski umboðsmaðurinn Corey Gamble og viðskiptakonan Kris Jenner.
Banda­ríski umboðsmaður­inn Cor­ey Gamble og viðskipta­kon­an Kris Jenner. Stefano Rell­and­ini / AFP
Bandaríski umboðsmaðurinn Ari Emanuel og eiginkona hans, hönnuðurinn Sarah Staudinger.
Banda­ríski umboðsmaður­inn Ari Em­anu­el og eig­in­kona hans, hönnuður­inn Sarah Staudin­ger. Marco BERTOR­ELLO / AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Fyrri mál kunna að koma aftur upp. Best er að bregðast við af yfirvegun og segja hlutina beint. Heiðarleiki og þolinmæði opna leið til sátta.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hug­rún Björns­dótt­ir
3
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir
4
Eva Björg Ægis­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Fyrri mál kunna að koma aftur upp. Best er að bregðast við af yfirvegun og segja hlutina beint. Heiðarleiki og þolinmæði opna leið til sátta.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hug­rún Björns­dótt­ir
3
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir
4
Eva Björg Ægis­dótt­ir