Bandaríski umboðsmaðurinn Corey Gamble og viðskiptakonan Kris Jenner voru viðstödd brúðkaup auðkýfingsins Jeff Bezos og Lauren Sánchez Bezos.
Gamble og Jenner hafa verið saman í ellefu ár. Gamble starfaði sem umboðsmaður á tónleikaferð tónlistarmannsins Justin Bieber þegar hann hitti Jenner í fertugsafmæli hönnuðarins Riccardo Tisci á Íbiza á Spáni í ágúst 2014. Á þeim tíma gekk Jenner í gegnum skilnað við eiginkonu sína Caitlyn Jenner, sem hún hafði verið gift í 22 ár.
Mikil spenna virtist á milli parsins þegar þau stigu upp í bát fyrir einn viðburðanna tengdum brúðkaupi Bezos og Sánchez í Feneyjum. Varalesarinn Nicola Hickling heldur því fram að rifrildið hafi verið vegna þess að Jenner vildi vera ein í bát í stað þess að deila honum með öðrum brúðkaupsgestum.
Hickling segir að Gamble á að hafa sagt stýrimanni bátsins að þau yrðu ein í bátnum vegna þess að Jenner vildi að þau væru tvö ein.
„Hvað ertu að gera? Þarftu að ræða málin?“ á Jenner að hafa hreytt í Gamble. „Ég sagði ... Í Guðs bænum ... Ég vildi ferðast ein.“