Mögulega yngstu markaðsstjórar landsins

Bræðurnir Kjartan, 16 ára, og Kári, 14 ára, eru markaðsstjórar …
Bræðurnir Kjartan, 16 ára, og Kári, 14 ára, eru markaðsstjórar Heitirpottar.is. Ljósmynd/Aðsend

Heit­irpott­ar.is hef­ur ráðið þá Kára og Kjart­an, 14 og 16 ára bræður, sem markaðsstjóra í sum­ar. Kristján Berg, eig­andi og fram­kvæmda­stjóri Heit­irpott­ar.is, seg­ir söl­una aldrei hafa verið meiri. „Fólk er farið að koma til þess að kíkja á þá,“ seg­ir hann og lík­ir þeim við VÆB-bræður.

Kári og Kjart­an hafa unnið fyr­ir Kristján, föður sinn, í nokk­ur ár. Kristján seg­ist hafa verið orðinn þreytt­ur á að sinna markaðsmá­l­um og því ákveðið að leyfa þeim að spreyta sig. „Þeir eru líka með öðru­vísi hug­mynd­ir og við hlæj­um að vit­leys­unni sem þeim dett­ur í hug,“ seg­ir hann.

Dreng­irn­ir mæta í vinn­una klukk­an níu og vinna til fimm, nema þegar það er fót­boltaæf­ing, þá fá þeir að fara fyrr. Ætl­ast er til að þeir birti eitt mynd­band á sam­fé­lags­miðla á dag.

Þeir segja mest­an tíma fara í að finna hug­mynd­ir að mynd­bönd­um, styttri tíma taki að klippa og taka upp eða um 45 mín­út­ur. Auk markaðsmá­la sinna bræðurn­ir ýms­um verk­efn­um í búðinni.

Dreng­irn­ir segj­ast fá al­gert frelsi þegar kem­ur að mynd­bönd­un­um. Þegar þeir voru beðnir um að gera gjafa­leik þar sem ein dýna í heit­an pott er gef­in fyr­ir hverja 1000 fylgj­end­ur breyttu þeir því í 100 fylgj­end­ur. „Okk­ur fannst það bara skemmti­legra,“ seg­ir Kjart­an.

Kristján seg­ir gott að henda þeim í djúpu laug­ina og leyfa þeim að spreyta sig í markaðsmá­l­un­um. Þeir hafi slegið í gegn og séu með tugi þúsunda áhorfa.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ákveðin ákvörðun þarf að taka. Ekki gera það í flýti. Taktu þér tíma til að finna hvað er raunverulega best fyrir þig. Traust byggist á eigin sannfæringu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Eva Björg Ægis­dótt­ir
3
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
4
Abby Ji­menez
5
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ákveðin ákvörðun þarf að taka. Ekki gera það í flýti. Taktu þér tíma til að finna hvað er raunverulega best fyrir þig. Traust byggist á eigin sannfæringu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Eva Björg Ægis­dótt­ir
3
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
4
Abby Ji­menez
5
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir