Hljómsveitin Of Monsters and Men gaf í dag út nýja smáskífu sem ber heitið „Television Love.“ Þetta tilkynnti hljómsveitin með færslu á helstu samfélagsmiðlum.
Þó nokkur ár eru síðan hljómsveitin gaf út sína seinustu plötu, en platan Fever Dream kom út árið 2019. Annars hafa þau gert nýjar útgáfur af vinsælu plötunni My Head Is an Animal sem komu út árin 2021 og 2022.
Sú plata kom fyrst út árið 2011 og á henni er meðal annars lagið Little Talks, en spilanir þess telja nú yfir 1,2 milljarða á streymisveitunni Spotify og er hljómsveitin með tæplega 9 milljónir mánaðarlegra hlustenda.