Bubbi selur allt höfundarverk sitt

Bubbi Morthens stendur á tímamótum.
Bubbi Morthens stendur á tímamótum. mbl.is/Eyþór

Tón­list­armaður­inn Bubbi Mort­hens hef­ur selt út­gáfu­fyr­ir­tæk­inu Öldu Music allt höf­und­ar­verk sitt. Í samn­ingn­um felst að fyr­ir­tækið eign­ast rétt­inn til að nýta nafn og út­lit lista­manns­ins, allt frá upp­hafi fer­ils hans árið 1980 og þar til eft­ir að Bubbi fell­ur frá.

Í frétta­til­kynn­ingu kem­ur fram að samn­ing­ur­inn er gerður í gegn­um dótt­ur­fé­lag Uni­versal Music Group hér á landi, Öldu Music en áður hef­ur Uni­versal gert slíka samn­inga við Bob Dyl­an meðal ann­ars. Ekki er gefið upp hvað Bubbi fékk greitt fyr­ir söl­una.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Bubbi ger­ir slík­an samn­ing en hann seldi út­gáfu­rétt­inn á tónlist sinni til Sjóvá árið 2005. Með söl­unni fékk Bubbi háa fjár­hæð fyr­ir fyr­ir­fram­greidd stef­gjöld. Árið 2011 keypti Bubbi út­gáfu­rétt­inn til baka fyr­ir rúm­ar 14 millj­ón­ir króna.

„Bubbi Mort­hens á eng­an sinn líka. Ég hef verið svo hepp­inn að fá að starfa náið með hon­um síðustu ár og fengið að kynn­ast sköp­un­ar­ferl­inu sem býr að baki þessu stór­merki­lega höf­und­ar­verki sem spann­ar hátt í fimm ára­tugi. Það er vel við hæfi að Bubbi ryðji braut­ina enn á ný með fyrsta samn­ingn­um af þess­ari gerð hér á landi,“ er haft eft­ir Sölva Blön­dal, fram­kvæmda­stjóra Öldu Music í frétta­til­kynn­ingu.

Sölvi Blöndal og Bubbi Morthens við undirritun samningsins.
Sölvi Blön­dal og Bubbi Mort­hens við und­ir­rit­un samn­ings­ins.

Auk þess að eign­ast rétt­inn á eldri plöt­um Bubba mun Alda Music standa að út­gáfu tveggja næstu hljóðversplatna lista­manns­ins sem hann vinn­ur nú að. Alls hef­ur Bubbi gefið út 825 lög á ferl­in­um sem komið hafa út á 40 sóló­plöt­um, tíu hljóm­sveitar­plöt­um og sex tón­leika­plöt­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Skapandi orka flæðir. Ný sýn kviknar á gamalt viðfangsefni. Notaðu daginn til að hrinda einhverju í framkvæmd sem hefur verið að bíða á kantinum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Eva Björg Ægis­dótt­ir
3
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
4
Stein­dór Ívars­son
5
Abby Ji­menez
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Skapandi orka flæðir. Ný sýn kviknar á gamalt viðfangsefni. Notaðu daginn til að hrinda einhverju í framkvæmd sem hefur verið að bíða á kantinum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Eva Björg Ægis­dótt­ir
3
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
4
Stein­dór Ívars­son
5
Abby Ji­menez