„Ég er kominn aftur, baby!“ tilkynnti tónlistamaðurinn Lewis Capaldi aðdáendum sínum á Glastunbury-tónlistarhátíðinni sem nú stendur yfir.
Aðdáendur tónlistarmannsins hafa ekki leynt gleði sinni yfir endurkomu söngvarans sem hefur verið í pásu í tvö ár.
Skoski tónlistamaðurinn var leynigestur á hátíðinni þar sem hann frumflutti nýtt lag, Survive. Hann heldur í tónleikaferðalag í september.
„Glastonbury, það er svo gott að vera kominn aftur. Ég ætla ekki að segja mikið hér í dag af því ef ég gerði það gæti ég farið að gráta,“ sagði Capaldi í byrjun tónleikanna.
Pása Capaldi kom í kjölfar síðustu tónleika hans á Glastonbury árið 2023 sem hann þurfti að ljúka snemma vegna kækja sem gerðu honum ókleift að syngja.
Eftir tónleikana tilkynnti Capaldi að öllum tónleikum ársins yrði aflýst, þar á meðal voru tónleikar sem stóð til að hann héldi á Íslandi.
Capaldi hefur reynst erfitt að ná tökum á geðheilsu sinni. Hann glímir við Tourette og mikinn kvíða en segist nú líða frábærlega.