Lewis Capaldi snúinn aftur

Lewis Capaldi á Glastonbury-hátíðinni árið 2023 þar sem hann fékk …
Lewis Capaldi á Glastonbury-hátíðinni árið 2023 þar sem hann fékk hjálp áhorfenda þegar rödd hans gaf sig. AFP/Oli Scarff

„Ég er kom­inn aft­ur, baby!“ til­kynnti tón­listamaður­inn Lew­is Cap­aldi aðdá­end­um sín­um á Gla­stun­bury-tón­list­ar­hátíðinni sem nú stend­ur yfir.

Aðdá­end­ur tón­list­ar­manns­ins hafa ekki leynt gleði sinni yfir end­ur­komu söngv­ar­ans sem hef­ur verið í pásu í tvö ár.

Skoski tón­listamaður­inn var leynigest­ur á hátíðinni þar sem hann frum­flutti nýtt lag, Survi­ve. Hann held­ur í tón­leika­ferðalag í sept­em­ber.

„Gla­st­on­bury, það er svo gott að vera kom­inn aft­ur. Ég ætla ekki að segja mikið hér í dag af því ef ég gerði það gæti ég farið að gráta,“ sagði Cap­aldi í byrj­un tón­leik­anna.

Líður frá­bær­lega

Pása Cap­aldi kom í kjöl­far síðustu tón­leika hans á Gla­st­on­bury árið 2023 sem hann þurfti að ljúka snemma vegna kækja sem gerðu hon­um ókleift að syngja.

Eft­ir tón­leik­ana til­kynnti Cap­aldi að öll­um tón­leik­um árs­ins yrði af­lýst, þar á meðal voru tón­leik­ar sem stóð til að hann héldi á Íslandi.

Cap­aldi hef­ur reynst erfitt að ná tök­um á geðheilsu sinni. Hann glím­ir við Tourette og mik­inn kvíða en seg­ist nú líða frá­bær­lega.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Verkefni sem hafa verið í bið fá nýtt líf. Þrautseigja þín er að bera ávöxt. Haltu áfram með einbeitingu en mundu líka að leyfa þér hvíld.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Eva Björg Ægis­dótt­ir
3
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir
4
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
5
Abby Ji­menez
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Verkefni sem hafa verið í bið fá nýtt líf. Þrautseigja þín er að bera ávöxt. Haltu áfram með einbeitingu en mundu líka að leyfa þér hvíld.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Eva Björg Ægis­dótt­ir
3
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir
4
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
5
Abby Ji­menez