Leikarinn Michael Madsen er látinn

Madsen var úrskurðaður látinn í morgun vegna hjartastopps.
Madsen var úrskurðaður látinn í morgun vegna hjartastopps. AFP/Kevin Winter

Michael Madsen, sem er einna þekkt­ast­ur fyr­ir leik sinn í stór­mynd­um á borð við Reservo­ir Dogs, Kill Bill og Donnie Brasco, fannst lát­inn á heim­ili sínu í Mali­bú í Kali­forn­íu­ríki fyrr í dag. Hann var 67 ára.

Þessu grein­ir frétta­stofa The Guar­di­an frá.

Lést úr hjarta­stoppi

Madsen var úr­sk­urðaður lát­inn klukk­an 8.25 í morg­un að staðar­tíma. Umboðsmaður hans, Ron Smith, staðfest­ir að Madsen hafi lát­ist vegna hjarta­stopps.

Fógeta­embættið staðfest­ir að ekki leiki grun­ur á um að and­látið hafi borið að með sak­næm­um hætti.

Verður sárt saknað

Madsen hóf fer­il sinn í Chicago með leik­hópn­um Stepp­enwolf og steig inn á silf­ur­tjaldið með hlut­verki sínu í vís­inda­skáld­sögu­legu kvik­mynd­inni WarGa­mes.

„Und­an­far­in tvö ár hef­ur Michael Madsen verið að vinna að ótrú­leg­um verk­efn­um í óháða kvik­mynda­brans­an­um, til dæm­is með mynd­um á borð við Res­ur­recti­on Road, Concessi­ons og Cook­book for Sout­hern hou­sewi­fes,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá umboðsmönn­um hans.

„Hann hlakkaði virki­lega mikið til þessa kom­andi ævi­skeiðs og verður sárt saknað sem eins eft­ir­tekt­ar­verðasta leik­ara Hollywood.“

Madsen verður sárt saknað.
Madsen verður sárt saknað. AFP/​Vince Bucci
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Það er vel að þiú viljir hafa sem mest athafnafrelsi því þannig skilar þú bestum árangri. Sjáðu hvernig aðrir bregðast við óvæntum aðstæðum og leysa sín mál.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sigrún Elías­dótt­ir
2
Hug­rún Björns­dótt­ir
4
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
5
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Það er vel að þiú viljir hafa sem mest athafnafrelsi því þannig skilar þú bestum árangri. Sjáðu hvernig aðrir bregðast við óvæntum aðstæðum og leysa sín mál.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sigrún Elías­dótt­ir
2
Hug­rún Björns­dótt­ir
4
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
5
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir