„Svo kemur bara í ljós að fólk er yndislegt“

Fannar Ingi segir fjórðu plötu Hipsumhaps sem kemur út á …
Fannar Ingi segir fjórðu plötu Hipsumhaps sem kemur út á næsta ári vera þá persónulegustu hingað til. Ljósmynd/Aðsend

Nóg er að gera hjá Fann­ari Inga, forsprakka hljóm­sveit­ar­inn­ar Hips­um­haps, en hann spil­ar nán­ast hverja ein­ustu helgi í sum­ar. Sam­hliða því vinn­ur hann að sinni fjórðu plötu, held­ur tón­leika með átrúnaðargoðum sín­um og stefn­ir í há­skóla­nám í haust. Hann seg­ir hlust­an­ir á Hips­um­haps aldrei hafa verið fleiri. „Ég held að fólk sé loks­ins að fatta hvað þetta er gott stöff.“

Hann seg­ist mikið koma fram í brúðkaup­um. „Það eru eig­in­lega skemmti­leg­ustu gigg­in. Fólk er hátt uppi og ein­hvern veg­inn lenda lög­in mín vel á tíma­mót­um,” seg­ir Fann­ar í sam­tali við blaðamann. „Ég sá þetta samt ekki fyr­ir mér í byrj­un, að ég yrði ein­hver wedd­ing sin­ger.”

Per­sónu­leg­asta plat­an hingað til

Fjórða plata Hips­um­haps á að koma út á næsta ári. Fann­ar vinn­ur nú að því að skrifa hana og stefn­ir á tök­ur í haust. „Þetta verður ör­ugg­lega per­sónu­leg­asta plat­an hingað til,” seg­ir hann.

„Ég er að kynna mér sögu ís­lenskr­ar tón­list­ar mikið. Íslensk tónlist hef­ur ekk­ert endi­lega verið mik­ill áhrifa­vald­ur á tón­list­ina mína hingað til. Ég hef alltaf bara hlustað á út­lenskt stöff. En það er ótrú­lega mikið gull sem hægt er að finna, fal­leg­ar út­setn­ing­ar, lög og text­ar,” seg­ir Fann­ar. Á plöt­unni verði lík­leg­ast sterk áhrif frá ní­unda ára­tugn­um.

Fann­ar Ingi sæk­ir mik­inn inn­blást­ur við laga­smíð í aðra tónlist. „Ég geri lagalista af lög­um sem ég fíla fyr­ir hvert ein­asta lag áður en ég byrja að taka það upp. Á þeim lagalist­um er allt á milli him­ins og jarðar, svona mood­bo­ard,” seg­ir hann.

Í september heldur Hipsumhaps tónleika með Pálma Gunnarsyni. Þeir Fannar …
Í sept­em­ber held­ur Hips­um­haps tón­leika með Pálma Gunn­ar­syni. Þeir Fann­ar hitt­ust fyrst í veiði fyr­ir tæp­um 30 árum. Ljós­mynd/​Aðsend

„Ég er ótrú­lega áhrifa­gjarn. Ég heyri eitt­hvað og ég bara: ‚Þetta er geðveikt, mig lang­ar að gera svona‘ og næsta dag heyri ég eitt­hvað allt annað og hugsa: ‚þetta er geðveikt, mig lang­ar að gera svona‘.“ Nafn hljóm­sveit­ar­inn­ar, Hips­um­haps, seg­ir Fann­ar því mjög lýs­andi fyr­ir sig.

Kynnt­ist „stór­lax­in­um“ fjög­urra ára

Hips­um­haps stend­ur nú fyr­ir tón­leikaseríu þar sem Fann­ar Ingi stíg­ur á svið ásamt átrúnaðargoðum sín­um úr ís­lensku tón­list­ar­lífi. Hann seg­ir hug­mynd­ina hafa kviknað vegna þess að hann langaði að spila á fleiri tón­leik­um, Hips­um­haps sé tón­leika­band.

„Það er nefni­lega ein­hvers kon­ar óskrifað há­mark á flest­um lista­mönn­um varðandi það hversu reglu­lega þau geta fyllt tón­leika­sal, svo mér datt í hug að at­huga hvort tón­listar­fólk sem ég lít mikið upp til væri til í að prófa þetta með mér. Svo kem­ur bara í ljós að fólk er ynd­is­legt,“ seg­ir Fann­ar.

Tón­leik­arn­ir verða fjór­ir tals­ins og hóf­ust með tón­leik­um Hips­um­haps og Bjart­mars Guðlaugs­son­ar í Bæj­ar­bíói. 27. sept­em­ber stíg­ur Fann­ar á svið með Pálma Gunn­ars­syni, sem hann kynnt­ist fyrst þegar hann var fjög­urra ára.

„For­eldr­ar mín­ir sáu einu sinni um veiðihúsið við Selá á Vopnafirði. Sum­arið 1996 kom góður gest­ur að veiða í ánni, stór­lax­inn sjálf­ur, Pálmi Gunn­ars­son. Ég var 4 ára að verða 5 svo ég man ekki mikið eft­ir þessu, en hann skutlaði mér í sund á veiðijepp­an­um sín­um, öðling­ur­inn sem hann er. Það er al­veg pínu súr­realísk pæl­ing fyr­ir mér að tæp­um 30 árum síðar sé ég að halda tón­leika með hon­um í Hörpu,“ seg­ir Fann­ar.

„Þau eru bara öll ofboðslega nett

Seinna verða tón­leik­ar með Ell­en Kristjáns­dótt­ur og Ragn­hildi Gísla­dótt­ur. Aðspurður hvernig hann hefði valið tón­listar­fólkið seg­ir Fann­ar ein­fald­lega: „Þau eru bara öll ofboðslega nett.“

Hipsumhaps heldur tónleika með Ragnhildi Gísladóttur í Austurbæjarbíói síðar á …
Hips­um­haps held­ur tón­leika með Ragn­hildi Gísla­dótt­ur í Aust­ur­bæj­ar­bíói síðar á ár­inu. Ljós­mynd/​Aðsend

Fann­ar seg­ir eitt það ánægju­leg­asta við tón­leikaserí­una vera hvernig hún brúi kyn­slóðir. „Þetta er geggjað tæki­færi fyr­ir fólk á mín­um aldri að skella sér á tón­leika með for­eldr­um sín­um, fyr­ir eina kyn­slóð að kynn­ast tónlist hinn­ar“, seg­ir hann.

Oft borgað en aldrei klárað

Í stund milli stríða í sum­ar seg­ist Fann­ar verða að prufa að fara í far­gufu og fara til Vest­manna­eyja að borða á Slippn­um. „Síðan ætla ég bara að njóta þess að vera með fjöl­skyldu og vin­um. Það eru all­ir með ein­hver plön svo ég ætla bara svo­lítið að fylgja plön­um annarra, fljóta með straumn­um,” seg­ir hann.

„Ég er síðan að byrja í MBA-námi í haust í HR. Fyrsta sinn sem ég ætla mér að klára há­skóla­nám. En guð minn góður hvað ég hef oft borgað skóla­gjöld­in.”

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Dagurinn býður upp á kyrrð og innri næmni. List, sköpun eða hugleiðsla hjálpa þér að tengjast sjálfum þér á nýjan hátt. Gefðu því sem kemur pláss.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Eva Björg Ægis­dótt­ir
2
Stein­dór Ívars­son
4
Anna Rún Frí­mannsd´ótt­ir
5
Yrsa Sig­urðardótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Dagurinn býður upp á kyrrð og innri næmni. List, sköpun eða hugleiðsla hjálpa þér að tengjast sjálfum þér á nýjan hátt. Gefðu því sem kemur pláss.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Eva Björg Ægis­dótt­ir
2
Stein­dór Ívars­son
4
Anna Rún Frí­mannsd´ótt­ir
5
Yrsa Sig­urðardótt­ir