Andlit Wiig hefur tekið miklum breytingum

Kristen Wiig í gegnum árin. Myndin lengst til hægri var …
Kristen Wiig í gegnum árin. Myndin lengst til hægri var tekin á tískusýningunni á sunnudag. Samsett mynd

Banda­ríska leik­kon­an Kristen Wiig fékk fólk til að gapa af undr­un þegar hún fékk sér sæti á fremsta bekk, við hlið kanadísku tón­list­ar­kon­unn­ar Al­an­is Morri­sette, á tísku­sýn­ingu franska há­tísku­húss­ins Cel­ine í Par­ís á sunnu­dag.

Ástæða þess var ung­legt, glans­andi og flekk­laust út­lit leik­kon­unn­ar, en Wiig, sem er hvað þekkt­ust fyr­ir leik sinn í Sat­ur­day Nig­ht Live og kvik­mynd­um á borð við Bri­des­maids, sem hún samdi ásamt hand­rits­höf­und­in­um og leik­kon­unni Annie Mu­molo, Zooland­er 2 og Ghost­busters, þykir hafa tekið mikl­um út­lits­breyt­ing­um und­an­farið.

Wiig hef­ur aldrei viður­kennt að hafa geng­ist und­ir fegr­un­araðgerðir þrátt fyr­ir ít­rekaðar fyr­ir­spurn­ir, en fjöl­marg­ir lýta­lækn­ar hafa fjallað um út­lits­breyt­ing­ar Wiig í gegn­um árin og staðfest þrálát­an orðróm þess að leik­kon­an hafi lagst und­ir hníf­inn og látið flikka upp á sig.

Leik­kon­an er sögð hafa farið í enn­is- og/​eða and­lits­lyft­ingu, nefaðgerð og augn­loka­lyft­ingu ásamt því að vera áskrif­andi að fylli­efn­um til að draga úr hrukk­um, móta var­ir, kinn­bein og kjálkalínu.

View this post on In­sta­gram

A post shared by JO BAKER (@mis­sjoba­ker)

View this post on In­sta­gram

A post shared by ELLE Magaz­ine (@ell­eusa)



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Þetta er ekki rétti tímminn til að efast um eigin ágæti. Enginn er fullkominn og öll leit að slíkum manni er dæmd til þess að mistakast.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Þetta er ekki rétti tímminn til að efast um eigin ágæti. Enginn er fullkominn og öll leit að slíkum manni er dæmd til þess að mistakast.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar