Einhleyp og berar bossann á samfélagsmiðlum

Katy Perry mætti á tískusýningu Balenciaga í gær.
Katy Perry mætti á tískusýningu Balenciaga í gær. Skjáskot/Instagram

Popp­stjarn­an Katy Perry lét sig að sjálf­sögðu ekki vanta í Par­ís þar sem Haute Cout­ure-tísku­vik­unni lauk í gær, fimmtu­dag, en hún var glæsi­leg í stutt­um, svört­um, tví­hneppt­um kjól á tísku­sýn­ingu Balenciaga þar í borg.

Söng­kon­an, sem er á tón­leika­ferðalagi, deildi myndasyrpu af sér í kjóln­um og að hafa sig til á In­sta­gram-síðu sinni og skrifaði: „að sinna mín­um eig­in mál­um á sýn­ingu Balenciaga.“

Á síðustu mynd syrp­unn­ar má sjá Perry lyfta upp kjóln­um og bera boss­ann. Það er því spurn­ing hvort söng­kon­an sé til­bú­in að dýfa tán­um í stefnu­móta­laug­ina á ný en hún og leik­ar­inn Or­lando Bloom slitu trú­lof­un sinni eft­ir níu ára sam­band fyrr á ár­inu.

Perry og Bloom eiga eina dótt­ur, hina fjög­urra ára gömlu Daisy Dove.

Katy Perry lyftir kjólnum og berar bossann eftir sambandsslit.
Katy Perry lyft­ir kjóln­um og ber­ar boss­ann eft­ir sam­bands­slit. Skjá­skot/​In­sta­gram

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Samskiptafærni þín hefur verið með mesta móti að undanförnu. Haltu þig við efnið og leyfðu þeim hlutum sem þér koma ekki við að hafa sinn gang.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hug­rún Björns­dótt­ir
3
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Samskiptafærni þín hefur verið með mesta móti að undanförnu. Haltu þig við efnið og leyfðu þeim hlutum sem þér koma ekki við að hafa sinn gang.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hug­rún Björns­dótt­ir
3
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir