Ísland sigrar á stærsta dansmóti heims

Ljósmynd/Aðsend

Íslensk­ir dans­ar­ar hafa náð frá­bær­um ár­angri á heims­meist­ara­mót­inu í dansi, Dance World Cup, sem nú stend­ur yfir í Burgos á Spáni. Mótið, sem hófst 3. júlí og lýk­ur 13. júlí, er stærsta dans­mót í heim­in­um með þátt­töku yfir 120 þúsund dans­ara frá meira en 50 lönd­um í for­keppn­um víða um heim. Alls fengu 8.500 dans­ar­ar rétt til að keppa í úr­slit­um í ár, þar af 192 frá Íslandi.

Í ár vann Ísland í fyrsta sinn verðlaun fyr­ir besta sam­an­lagða ár­ang­ur­inn í flokkn­um Song and Dance, en þessi verðlaun eru veitt því landi sem nær bestu heild­ar­frammistöðu í hverj­um flokki fyr­ir sig. Sig­ur­inn er sögu­leg­ur, enda hef­ur Eng­land unnið þenn­an flokk sam­fleytt svo lengi sem elstu menn muna.

Ljós­mynd/​Aðsend

Þetta er mik­il viður­kenn­ing og heiður fyr­ir Ísland“

Dans­höf­und­ur­inn Chan­telle Carey, sem skipu­legg­ur þátt­töku ís­lensku dans­ar­anna, er gíf­ur­lega stolt af ár­angr­in­um.

„Það eru for­rétt­indi að sjá þessa ungu dans­ara, dans­höf­unda og skóla­stjóra sigra á heimsvísu. Ísland er nú orðið eitt af leiðandi öfl­um á stærstu danskeppni heims­ins. Hjart­ans ham­ingjuósk­ir til allra. Þetta er mik­il viður­kenn­ing og heiður fyr­ir Ísland,“ sagði hún.

Ljós­mynd/​Aðsend

Al­vöru gæði

Íslensku skól­arn­ir sem tryggðu land­inu þenn­an sögu­lega sig­ur í Song and Dance voru DansKomp­aní, Dans­skóli Birnu Björns og Ung­leik­húsið. Aðrir skól­ar sem keppa fyr­ir Íslands hönd á mót­inu eru: Dan­saka­demí­an, Danslista­skóli JSB og Menn­inga­fé­lag Húnaþings Vestra.

Skól­arn­ir hafa einnig náð frá­bær­um ár­angri í öðrum flokk­um og hafa hlotið fjölda verðlauna. Árang­ur­inn sýn­ir gæði og öfl­ugt starf dans- og sviðslista­skól­anna hér á landi.

Ljós­mynd/​Aðsend
Ljós­mynd/​Aðsend
Ljós­mynd/​Aðsend
Ljós­mynd/​Aðsend
Ljós­mynd/​Aðsend
Ljós­mynd/​Aðsend
Ljós­mynd/​Aðsend
Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Þér hættir til að vera með leikaraskap þegar persónuleg málefni þín ber á góma. Láttu bakslag ekki á þig fá heldur bíddu eftir betra tækifæri.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sigrún Elías­dótt­ir
2
Hug­rún Björns­dótt­ir
3
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
4
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Þér hættir til að vera með leikaraskap þegar persónuleg málefni þín ber á góma. Láttu bakslag ekki á þig fá heldur bíddu eftir betra tækifæri.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sigrún Elías­dótt­ir
2
Hug­rún Björns­dótt­ir
3
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
4
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir