Jason Isaacs gagnrýnir rasíska aðdáendur

Jason Isaacs kemur til varnar Essiedu.
Jason Isaacs kemur til varnar Essiedu. Skjáskot/Instagram

Breski stjörnu­leik­ar­inn Ja­son Isaacs hef­ur gagn­rýnt aðdá­end­ur Harry Potter fyr­ir dóna­leg­ar at­huga­semd­ir í garð leik­ar­ans Paap­as Essiedu sem fer með hlut­verk Severus Snape í nýrri þáttaröð um galdra­mann­inn fræga. Seg­ir Isaacs at­huga­semd­irn­ar rasísk­ar. Variety grein­ir frá.

Isaacs, sem til­nefnd­ur er til Emmy-verðlaun­anna í ár fyr­ir leik sinn í þriðju seríu HBO-þátt­araðar­inn­ar White Lot­us, er einna þekkt­ast­ur fyr­ir hlut­verk sitt sem hinn illi Lucius Mal­foy í kvik­mynd­un­um um Harry Potter. Lýsti hann ný­lega yfir ánægju sinni með að Paapa Essiedu hefði verið ráðinn í hlut­verk pró­fess­ors Snapes og for­dæmdi um leið viðbrögð aðdá­enda sem hann sagði bæði dóna­leg og ein­kenn­ast af ras­isma, en Essiedu er svart­ur á hör­und. Þá vakti ráðning Essied­us, sem er öt­ull bar­áttumaður fyr­ir rétt­ind­um trans fólks, einnig spurn­ing­ar um mögu­leg­an árekst­ur við höf­und­inn J.K. Rowl­ing vegna þekktra skoðana henn­ar á því mál­efni. Þáttaröðin er vænt­an­leg á streym­isveitu HBO á næsta ári.

Paapa Essiedu leikur prófessor Snape í nýrri þáttaröð.
Paapa Essiedu leik­ur pró­fess­or Snape í nýrri þáttaröð. Ljós­mynd/​Mart­in Kraft
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef aðstæður valda þér óþægindum skaltu endilega endurskoða þær og nú með hjartanu en ekki skynseminni. Meiri tími út af fyrir þig, er forsenda hamingju í sambandi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Mar­grét Sig­urðardótt­ir
4
Ingi­björg Sig­urðardótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef aðstæður valda þér óþægindum skaltu endilega endurskoða þær og nú með hjartanu en ekki skynseminni. Meiri tími út af fyrir þig, er forsenda hamingju í sambandi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Mar­grét Sig­urðardótt­ir
4
Ingi­björg Sig­urðardótt­ir