Minntist Doherty í fallegri færslu

Sarah Michelle Geller og Shannen Doherty voru miklar vinkonur.
Sarah Michelle Geller og Shannen Doherty voru miklar vinkonur. Samsett mynd

Banda­ríska leik­kon­an Sarah Michelle Gell­er, sem flest­ir þekkja úr ung­lingaþáttaröðinni Buf­fy the Vampire Slayer, minnt­ist vin­konu sinn­ar og koll­ega, leik­kon­unn­ar Shann­en Doherty, á In­sta­gram-síðu sinni í gær­dag, en eitt ár er liðið frá and­láti Doherty.

Doherty, best þekkt fyr­ir leik sinn í þáttaröðunum Bever­ly Hills, 90210 og Char­med, lést þann 13. júlí á síðasta ári eft­ir margra ára bar­áttu við brjóstakrabba­mein. Hún var 53 ára göm­ul.

Gell­er, sem stóð þétt við bakið á Doherty í gegn­um veik­inda­bar­áttu henn­ar, deildi fal­legu mynd­skeiði sem sýn­ir þær vin­kon­urn­ar í gegn­um árin. Við mynd­skeiðið birti hún lynd­is­tákn af brotnu hjarta.

Gell­er og Doherty kynnt­ust á tí­unda ára­tug 20. ald­ar þegar þær unnu fyr­ir fram­leiðslu­fyr­ir­tækið Warner Bros. og ekki leið á löngu þar til mik­ill vin­skap­ur tókst með þeim. 

View this post on In­sta­gram

A post shared by Sarah Michelle (@sara­hmgell­ar)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þú færð tækifæri til að leiða aðra áfram eða hafa áhrif á hópa þannig að það leiðir til breytinga á umhverfi þínu. Leyfðu dulúðinni að umvefja þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
4
El­se­beth Eg­holm
5
Guðrún frá Lundi
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þú færð tækifæri til að leiða aðra áfram eða hafa áhrif á hópa þannig að það leiðir til breytinga á umhverfi þínu. Leyfðu dulúðinni að umvefja þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
4
El­se­beth Eg­holm
5
Guðrún frá Lundi