Veit fátt skemmtilegra en að skrifa

Ljósmynd/Magnús Karel

„Ég ætti nú ekki annað eft­ir en að hætta að skrifa, ég veit fátt skemmti­legra, og nú sit ég við skrift­ir á Eyr­ar­bakka í litlu nota­legu húsi sem rit­höf­und­ar geta skot­ist í til að vinna. Eyr­ar­bakki er ynd­is­leg­ur staður og aðeins nokk­ur skref að ganga niður að sjó, ég er him­in­lif­andi með þetta,“ seg­ir Guðrún Hann­es­dótt­ir rit­höf­und­ur en ný­lega gaf bóka­út­gáf­an Dimma út heild­arsafn ljóðabóka henn­ar, Ljóðasafn, sem geym­ir all­ar ljóðabæk­urn­ar tíu sem hún hef­ur sent frá sér und­an­far­in átján ár.

„Mér finnst tíma­mót að fá svona stóra bók, sjá og lesa þetta allt sem heild. Nú er ég að skoða mitt efni til að ákveða fram­haldið, sem kall­ar á þó nokkuð grufl, ég þarf að end­ur­nýja fókus­inn pínu­lítið. Þegar ljóðin eru kom­in öll sam­an í eina bók þá sprett­ur munstrið í efn­is­val­inu fram, ég sé hvað mér hef­ur verið hug­leikn­ast og kannski hef­ur mér smám sam­an orðið ljóst hvert ég ætla að stefna héðan í frá, ef Guð lof­ar. Það er ekki auðhlaupið að því, ég held að Thom­as Mann hafi sagt að rit­höf­und­ur sé mann­eskja sem á erfiðara með að skrifa en annað fólk, og þó nokkuð til í því, þetta get­ur verið ansi mik­il glíma. Ég hef meðfram ljóðagerðinni verið að þýða ljóð og allt mögu­legt annað, sem ég ætla að halda áfram að gera,“ seg­ir Guðrún sem var aðeins þriggja ára þegar hún skrifaði sitt fyrsta ljóð en þó kom fyrsta ljóðabók­in henn­ar ekki út fyrr en hún var orðin rúm­lega sex­tug.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Það er sjálfsagt að hlaupa undir bagga með öðrum, þegar tóm er til. Vertu þínu innra barni gott foreldri með þvi að hleypa því út.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hug­rún Björns­dótt­ir
2
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
4
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir
5
Eva Björg Ægis­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Það er sjálfsagt að hlaupa undir bagga með öðrum, þegar tóm er til. Vertu þínu innra barni gott foreldri með þvi að hleypa því út.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hug­rún Björns­dótt­ir
2
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
4
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir
5
Eva Björg Ægis­dótt­ir