Austurríski ofurhuginn Felix Baumgartner er látinn 56 ára að aldri.
Hann varð fyrsti maðurinn til að rjúfa hljóðmúrinn án farartækis árið 2012, þegar hann stökk úr 39 kílómetra hæð og náði 1.357 kílómetra hraða á klukkustund.
Baumgartner lést í slysi er hann stundaði svifvængjaflug á Ítalíu.
Staðarmiðlar herma að Baumgartner hafi misst stjórn í miðju flugi og í kjölfarið brotlent í sundlaug hótels.