Fagnaði tilnefningunni með nektarmynd

Það er aldrei langt í húmorinn hjá Hollywood-hjónunum Dax Shepard …
Það er aldrei langt í húmorinn hjá Hollywood-hjónunum Dax Shepard og Kristen Bell. mbl.is/AFP

Banda­ríska leik­kon­an Kristen Bell er ein þeirra sem hlutu til­nefn­ingu til Emmy-verðlaun­anna á miðviku­dag.

Bell, sem er hvað þekkt­ust fyr­ir leik sinn í þáttaröðunum Veronica Mars og The Good Place, er til­nefnd í flokki leik­kvenna í aðal­hlut­verki í gam­anþáttaröð fyr­ir hlut­verk sitt í Net­flix-þátt­un­um No­bo­dy Wants This.

Eig­inmaður Bell, leik­ar­inn og hlaðvarps­stjórn­and­inn Dax Shep­ard, óskaði eig­in­konu sinni hjart­an­lega til ham­ingju með til­nefn­ing­una á In­sta­gram-síðu sinni skömmu eft­ir að þær voru gerðar op­in­ber­ar.

Shep­ard birti held­ur skondna mynd sem vakti mikla at­hygli á sam­fé­lags­miðlasíðunni, en ljós­mynd­in sem um ræðir sýn­ir Bell nán­ast á evu­klæðunum, klædd í háa sokka, að gera jógaæf­ing­ar í garðinum við heim­ili þeirra.

Við færsl­una skrifaði hann: „Fólk veit kannski ekki allt sem ger­ist á bak við tjöld­in til að skapa Emmy-til­nefnda frammistöðu eins og hjá Kristen. Þetta var kannski ekki beint hluti af þjálf­un henn­ar en það virðist hafa gengið. TIL HAM­INGJU!!!!!“

Leik­kon­urn­ar Uzo Adu­bo, Quinta Brun­son, Ayo Edebiri og Jean Smart eru til­nefnd­ar í sama flokki og Bell.

Emmy-verðlauna­hátíðin verður hald­in í 77. sinn 14. sept­em­ber í Los Ang­eles.

View this post on In­sta­gram

A post shared by Dax Shep­ard (@daxs­hep­ard)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Væntingar þínar til þinna nánustu aukast í dag. Auðveldaðu vinum og fjölskyldu að koma með tillögur og bjóða þér aðstoð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Mar­grét Sig­urðardótt­ir
4
Ingi­björg Sig­urðardótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Væntingar þínar til þinna nánustu aukast í dag. Auðveldaðu vinum og fjölskyldu að koma með tillögur og bjóða þér aðstoð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Mar­grét Sig­urðardótt­ir
4
Ingi­björg Sig­urðardótt­ir