Útgáfa af Ofurmanninum sem heimurinn þarf á að halda

David Corenswet leikur Ofurmanninn í þetta skiptið og er fullkominn …
David Corenswet leikur Ofurmanninn í þetta skiptið og er fullkominn í hlutverkið, segir rýnir. Ljósmynd/Aðsend

Und­ir­rituð hef­ur aðeins séð eina aðra mynd um Of­ur­mann­inn og það er Of­urmaður­inn III eft­ir Rich­ard Lester frá 1983 þar sem Christoph­er Reeve leik­ur Clark Kent eða Of­ur­mann­inn. Ástæðan fyr­ir því er að sú mynd varð eft­ir í spólusafn­inu sem hún fékk frá eldri bróður sín­um. Þrátt fyr­ir að hafa ekki séð fleiri Of­ur­manns­mynd­ir átt­ar und­ir­rituð sig á því hversu mik­il ábyrgð það er að leik­stýra kvik­mynd um Of­ur­mann­inn. Of­ur­hetj­an kom fyrst fram í teikni­mynda­blaði árið 1938 og aðdá­enda­hóp­ur henn­ar er gríðarlega stór.

Leik­stjóri þess­ar­ar nýj­ustu mynd­ar, James Gunn, er þekkt­ur fyr­ir að leik­stýra frek­ar óhefðbundn­um of­ur­hetj­um eins og þeim í Útvörðum al­heims­ins (e. Guar­di­ans of the Galaxy, 2014-2023) og Sjálfs­eyðing­ar­t­eym­inu (e. The Suicide Squad, 2021). Það kom því kannski ein­hverj­um á óvart að James Gunn skyldi val­inn til að leik­stýra og skrifa Of­ur­manns­mynd þar sem Of­urmaður­inn er fer­kantaður, hvít­ur, gagn­kyn­hneigður karl­maður. En eins og aðdá­end­ur of­ur­hetj­unn­ar vita, þá er Of­urmaður­inn geim­vera og með því að leggja áherslu á að of­ur­hetj­an sé ólög­leg geim­vera í Banda­ríkj­un­um tekst James Gunn að gera sam­an­b­urð við ólög­lega inn­flytj­end­ur í Banda­ríkj­un­um sem banda­ríska út­lend­inga­eft­ir­litið (ICE) hef­ur hand­tekið, sett í gæslu­v­arðhald og vísað úr landi í mikl­um mæli ný­verið. Gagn­rýni Gunns á ICE er mjög áber­andi í einu atriði þar sem Of­urmaður­inn gef­ur sig fram þegar grun­ur leik­ur á að hann ætli sér að yf­ir­taka heim­inn en ekki vernda hann, sem er að sjálf­sögðu lygi. Þegar Of­urmaður­inn gef­ur sig fram og er hand­tek­inn ger­ir hann at­huga­semd við það að eng­inn hafi lesið hon­um rétt­indi sín en hon­um er þá bent á að þar sem hann sé ólög­leg geim­vera hafi hann eng­in rétt­indi þrátt fyr­ir að hafa búið í Banda­ríkj­un­um frá því hann var ung­barn og þjónað þjóðinni alla sína ævi. Atriðið er dæmi um það sem James Gunn ger­ir svo vel í kvik­mynd­inni.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Það er alltaf niðurdrepandi þegar traust þitt á einhverjum minnkar. Mundu að þegar þú gengur að samningaborði þarft þú líka að gefa eftir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hug­rún Björns­dótt­ir
2
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
4
Sigrún Elías­dótt­ir
5
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Það er alltaf niðurdrepandi þegar traust þitt á einhverjum minnkar. Mundu að þegar þú gengur að samningaborði þarft þú líka að gefa eftir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hug­rún Björns­dótt­ir
2
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
4
Sigrún Elías­dótt­ir
5
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir