Eimar dýrasta skáldskap úr einföldum orðum

Gyrðir Elíasson er mikilvirkur þýðandi og skáld.
Gyrðir Elíasson er mikilvirkur þýðandi og skáld. Morgunblaðið/Einar Falur

Eitt orð

– einn steinn

í kalda á.

Einn steinn enn –

ég þarf marga steina

til að kom­ast yfir.

Bók­ina Und­ir epla­trénu, með um eitt hundrað ljóðum norska skálds­ins Olavs H. Hauge (1908-1994) þýdd­um af Gyrði Elías­syni, hef ég haft við hönd­ina – á skrif­borðinu, í bíln­um eða á nátt­borðinu – síðan hún kom út í fyrra­vet­ur.

Ég hef notið þess að taka hana upp og lesa stöku ljóð eða þá mörg, end­ur­lesa svo aft­ur og enn aft­ur; finna skýra hugs­un­ina í fáguðum ljóðum þroskaðs skálds­ins, heims­sýn­in­ina í þeim og mennsk­una, eins og þenj­ast út og skerp­ast. Ljóðið hér að ofan heit­ir ein­fald­lega „Eitt orð“ og má kall­ast dæmi­gert fyr­ir aðferð Hauges í þeim sem Gyrðir hef­ur valið að þýða – frum­samd­ar ljóðabæk­ur hans urðu sjö og Gyrðir valdi að mestu úr þrem­ur síðustu sem „jafn­an eru tald­ar vega þyngst á met­un­um þegar verk skálds­ins eru skoðuð í heild“, svo vitnað sé í kápu­texta. Starf skálds­ins er Hauge hug­leikið en líka notað sem mynd­mál í víðara ljósi, fyr­ir lífs­göngu manns­ins, eins og hér þar sem hvert orð sem skáldið skrif­ar og verður að lok­um að ljóði er jafn­framt steinn í þá brú sem ferðalag manns­ins gegn­um lífið er.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þú þarft að hnýta ýmsa lausa enda áður en þú getur tilkynnt að þú hafir náð settu marki. Of miklar upplýsingar valda of litlu brjóstviti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þú þarft að hnýta ýmsa lausa enda áður en þú getur tilkynnt að þú hafir náð settu marki. Of miklar upplýsingar valda of litlu brjóstviti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar