Eigi lesendur blaðsins leið til Perú á næstunni mætti benda á forvitnilegan áfangastað. Um er að ræða 3800 ára gamalt borgarvirki frá tíma Caral-menningarinnar sem staðsett er í Huaura-héraði, á Lima-svæðinu.
Er þetta með elstu minjum af þessu tagi. Síðastliðin átta ár hafa fornleifafræðingar verið við störf á svæðinu en staðurinn var opnaður almenningi fyrir nokkrum dögum. Eins og sjá má á þessari loftmynd frá AFP er þetta stærðarinnar svæði og sjálfsagt mjög forvitnilegt heim að sækja.