Stjörnuspá þri. 29. apr. 2025

Stjörnuspá
þri. 29. apr. 2025

21. mars - 19. apríl

Stundum blæs vindurinn. Vertu opinn fyrir nýjum tækifærum. Vertu laus við og ekki lofa neinu svo þú getir hlaupið frá með litlum fyrirvara.

20. apríl - 20. maí

Þú þarft að taka þátt í sameiginlegum kostnaði og verður að gæta þess að láta smámunasemina ekki ná tökum á þér. Láttu ekki aðra fara í taugarnar á þér.

21. maí - 20. júní

Leggðu áherslu á jákvæð samskipti við fólk því það auðveldar allt samstarf. Kannaðu rótina að þeim hömlum sem verið er að reyna að setja þér núna.

21. júní - 22. júlí

Láttu ekki lítilfjörlegar deilur reita þig til reiði því reiðin gerir bara illt verra. Vertu hreinn og beinn og gakktu fram af djörfung.

23. júlí - 22. ágúst

Þú gætir fundið til óvæntar hrifningar á einhverjum í dag. Nýttu tækifærið og reyndu að kynnast þér með því að horfa á þig úr báðum áttum.

23. ágúst - 22. september

Það er margt sem leitar á hugann einmitt nú þegar þú þarft að vera í næði og einbeita þér að ákveðnu verki. Hjá þér magnast hvöt til að standa á þínu og verja skoðanir þínar.

Vog
23. september - 22. október

Eitthvað á eftir að koma þér verulega á óvart svo þú skalt reyna að undirbúa þig. Vertu á varðbergi því þú þarft á öllu þínu að halda allt til enda.

23. október - 21. nóvember

Með því að draga úr útgjöldum kemst líf þitt aftur í jafnvægi án þess að þú finnir svo mikið fyrir því. Einhver sérstakur verður á vegi þínum.

22. nóvember - 21. desember

Eitt er víst að fólk getur treyst þér og það gerir það. Mundu að hver er sinnar gæfu smiður. Ekki bregðast við, heldur skaltu meðtaka, íhuga og svo framkvæma.

22. desember - 19. janúar

Þú ættir að setjast niður og gera þér grein fyrir þeim takmörkum sem þú stefnir að. Fáðu einhvern til þess að fara í gegnum málin með þér því þá færðu betri yfirsýn.

20. janúar - 18. febrúar

Núna koma ráð þín beint frá stjörnunum, svo fólk ætti virkilega að fylgja þeim. Leggðu þig fram um að ná samkomulagi og biddu afsökunar ef þarf.

19. febrúar - 20. mars

Matur er mannsins megin en of mikið má af öllu gera svo gættu hófs í hvívetna. Reynsla þín, álit, skoðanir og tilfinningar eru algerlega einstakar.

Hvernig eiga merkin saman?

Veldu stjörnumerki úr valgluggunum að neðan og smelltu svo á Birta.
og