Það getur mikil sáluhjálp verið fólgin í því að eiga góðan trúnaðarvin. Ef þú getur ekki glatt þig sjálfur er lítil von til þess að aðrir geti það.
Það skiptir meira máli með hverjum þú eyðir deginum en hvernig. Ekki þreyta vinnufélagana með endalausum sögum af einkahögum þínum.
Gættu þess að segja ekkert sem þú munt sjá eftir síðar. Það getur verið gott að telja upp að tíu áður en þú opnar munninn. Einhver gerir á hlut þinn.
Ferðalög og/eða frekara nám geta hjálpað þér að komast upp úr hjólförunum sem þér finnst þú vera fastur í. Varastu flókinn málatilbúnað því einfaldleikinn er oft áhrifamestur.
Sýndu þolinmæði í umgengni við aðra því þér hættir til að láta smámuni koma þér í uppnám. Þér verður boðin vinna sem þér finnst spennandi.
Lykillinn að velgengni er ekki flókinn, gerðu meira af því sem gengur vel og minna af því sem gengur ekki.
Leyfðu öðrum að njóta bjartsýni þinnar og fástu ekki um það, þótt einhverjar úrtöluraddir heyrist. Reyndu að setja þig í spor annarra.
Varðandi ótilgreint atvik í sambandi, fellur allt í ljúfa löð innan tíðar. Mundu að öllu gamni fylgir nokkur alvara.
Það kann að vera að manneskja, sem er hjálpar þurfi, verði kynnt fyrir þér. Fólk í þínum innsta hring er yfirleitt í góðu skapi og það gerir allar samræður óvenju skemmtilegar.
Þú hefur unnið lengi að sérstöku verkefni og nú er svo komið að þú kemst ekki lengra án aðstoðar annarra. Mundu að fólk þarf ekki endilega að vera sammála þér þótt það elski þig.
Láttu ekki hugfallast, þótt þér finnist þú ekki sjá fyrir endann á verkefni sem er að æra þig. Ræddu framtíðina við makann.
Leggðu þig fram um að sýna þínar bestu hliðar svo að þér takist að vinna aðra til fylgis við málstað þinn. Settu stefnuna á rólegra líf.