Stjörnuspá sun. 30. mar. 2025

Stjörnuspá
sun. 30. mar. 2025

21. mars - 19. apríl

Þú verður að skipuleggja starf þitt betur ef þú átt að koma einhverju í verk. Byrjaðu á því að tala einungis vel um sjálfan þig.

20. apríl - 20. maí

Þú hefur fengið starf sem krefst mikillar ábyrgðar og elju af þinni hálfu. Skilyrðin eru hagstæð á næstunni til að blómstra.

21. maí - 20. júní

Þú ættir að íhuga hugmynd sem einhver hefur fram að færa. Ekki láta gabbast af tilfinningauppnámi eða sorglegri sögu.

21. júní - 22. júlí

Þú ert enn á báðum áttum meðan vinnufélagar þínir eru búnir að taka afstöðu og pressa þig stíft. Njóttu lífsins eins og þú getur og gerðu eitthvað skemmtilegt með vinum og ættingjum.

23. júlí - 22. ágúst

Þú kemur með eitthvað nýtt, skrautlegt eða tæknilegt inn á heimilið í dag, hugsanlega einhverja græju. Sjálfsagi getur verið erfiður í byrjun en venst eins og allt annað.

23. ágúst - 22. september

Þú veist ekki hversu rosalega ákafur þú getur verið án þess að reyna það. Semdu hreyfingarnar við dansverk lífs þíns jafnóðum.

Vog
23. september - 22. október

Þú þarft að leysa ákveðið mál og það þolir enga bið svo þú verður hreinlega að láta það ganga fyrir öllu öðru. Það er dásamleg tilfinning að hitta einhvern í hjartastað.

23. október - 21. nóvember

Þú munt komast að því að hæfileikar þínir liggja á mörgum sviðum. Gerðu allt með fullkomnu sjálfsöryggi. Hugleiddu hvað þú hefur fram að færa.

22. nóvember - 21. desember

Forgangsröðunin stjórnar því hvað maður tekur sér fyrir hendur. Talaðu við ókunnuga, skoðaðu bókabúðir, farðu á vefinn og reyndu að læra eitthvað nýtt.

22. desember - 19. janúar

Spennan sem þú finnur til vegna yfirvofandi fundar með nýju fólki er til komin vegna ímyndaðs mikilvægis þess. Reyndu ekki að berja höfðinu við steininn.

20. janúar - 18. febrúar

Erfið manneskja hefur eitthvað fram að færa fyrir þig. Leyndardómurinn á bakvið ástina er að sjá hana og finna hvert sem litið er.

19. febrúar - 20. mars

Þú kannt að bjarga þér út úr erfiðri aðstöðu, sem þú lendir í, en þarft þó að taka á öllu, sem þú hefur. Einbeittu þér að því að hækka innistæðuna í sköpunar-bankanum.

Hvernig eiga merkin saman?

Veldu stjörnumerki úr valgluggunum að neðan og smelltu svo á Birta.
og