Kviðfeðgar á Flateyri

Helgi Björnsson, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Sigurður Skúlason, Dagur Thors, Björn …
Helgi Björnsson, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Sigurður Skúlason, Dagur Thors, Björn Thors og Hafsteinn G. Sigurðsson. Ómar Óskarsson

Það er ætíð mikið um dýrðir þegar ís­lensk­ar kvik­mynd­ir eru for­sýnd­ar og for­sýn­ing Par­ís norðurs­ins í Há­skóla­bíói á miðviku­dag­inn síðastliðinn var þar eng­in und­an­tekn­ing. Þotuliði sem finnst það merki­legt mæt­ir ætíð á slík­ar sýn­ing­ar íklætt spari­brosi og sínu fín­asta pússi og kepp­ist um að fanga at­hygli ljós­mynd­ara sem síðar létt­ir af sér inn á smarta há­menn­ing­ar­vefi. Að sjálf­sögðu var ég mætt­ur góðum fjöru­tíu mín­út­um fyr­ir sýn­ing­una og spíg­sporaði ákaf­ur í kring­um ljós­mynd­ara sem veittu mér litla sem enga at­hygli. Það skipti engu máli hversu mikið ég reyndi að vera fal­leg­ur, ég var greini­lega ekki nógu góður papp­ír. Með brotið sjálfs­traust steig ég því inn í troðfull­an aðalsal Há­skóla­bíós, að sjálf­sögðu með lít­inn popppoka í hönd sem var í góðu sam­ræmi við sjálfs­mynd mína.

Sér­kenni­leg búk­hljóð

Leik­stjóri mynd­ar­inn­ar, Haf­steinn Gunn­ar Sig­urðsson, hand­rits­höf­und­ur­inn Huld­ar Breiðfjörð og fram­leiðend­ur héldu að sjálf­sögðu nokkuð langt for­spil áður en kvik­mynd­in var sýnd og þökkuðu öll­um þeim er lyftu litlafingri við gerð henn­ar hjálp­ina. Upp­hafs­skot mynd­ar­inn­ar var áhuga­vert og vel út­fært. Langt sam­fellt skotið fór vel sam­an við góða tónlist Prins Póló og let­ur­gerðí anda Wes And­er­son fór vel sam­an við mynd­efnið. Mynd­in var oft á tíðum skemmti­lega skot­in og frum­leg sjón­ar­horn vöktu lukku og héldu at­hygli áhorf­enda. Kvik­mynd­in var þó ekki göm­ul þegar sýn­ing­in rak í rogastans sök­um tækni­legra örðuleika. Þögn­in varð yf­ir­gnæf­andi og bíótjaldið varð álíka svart og miðnætti á tungls­lausri nóttu eins og Dale Cooper myndi orða það. Vand­ræðal­eg­ar ræsk­ing­ar og önn­ur sér­kenni­leg búk­hljóð fylltu sal­inn áður en tækni­menn náðu að bjarga hlut­un­um og þeyta áhorf­end­um inn í næstu senu. Djöf­ull sem Haf­steinn Gunn­ar hlýt­ur að hafa orðið pirraður.

Sér­kenni ís­lenskr­ar kvik­mynda­gerðar fengu að njóta sín í Par­ís norðurs­ins og Frón­bú­ar í saln­um ef­laust kann­ast við ým­is­legt. Þung­lynt og lít­il­fjör­legt smá­bæj­ar­líf þar sem drykk­fellt mis­lynd­is­fólk í haltu-mér-slepptu-mér sam­bönd­um skipt­ist á að elska og hata hvort annað virðist alltaf eiga upp á pall­borðið. Því ber þó að fagna hversu fög­ur þján­ing­in er í meðhöndl­un Haf­steins og Huld­ars og tókst þeim vel til við að skapa grát­bros­leg atriði. Eitt­hvað bar á óþjál­um díal­ók sem þó hef­ur oft verið óþjálli. Slíkt truflaði ekki fram­vindu sög­unn­ar sem var nokkuð línu­leg og auðmelt­an­leg.

Teygj­ur og timb­ur­menn

Björn Thors er sér­stak­lega viðkunna­leg­ur leik­ari og túlk­un hans á per­són­um, hvort sem það er á sviði eða á tjaldi, vek­ur ætíð sam­kennd í brjóst­um þeirra er á horfa. Per­sóna hans, Hugi, var að sama skapi nokkuð sann­fær­andi og vel skrifuð. Nanna Krist­ín Magnús­dótt­ir, Sig­urður Skúla­son, Jón Páll Eyj­ólfs­son og hinn ungi Haki Lor­enzen stóðu sig einnig með prýði. Helgi Björns­son stal þó sen­unni í hlut­verki Veig­ars, föðurs Huga. Helgi virðist eiga frem­ur auðvelt með að túlka ógeðfelld­ar, drykk­felld­ar og ómerki­leg­ar per­són­ur. Hlut­verk hans var þó nokkuð skondið og hélt kó­mík­in mynd­inni gang­andi á köfl­um. Með boðsmiðanum á mynd­ina fylgdi teygja nokk­ur og vakti það furðu þeirra sem hana fengu. Helgi sýndi þó á frem­ur grótesk­an hátt hvað má gera við slík­ar teygj­ur en ekki verður farið nán­ar út í það að þessu sinni.

Mikið er gert úr vand­ræðal­eg­um mann­leg­um sam­skipt­um og kem­ur það mjög vel út, þá sér­stak­lega AA-fund­ir þeirra Björns, Sig­urðar og Jóns Páls. Óþægi­leg­ar kring­um­stæður þeirra feðga eru ljúfsár­ar og sam­spil Björns og Helga til eft­ir­breytni. Viðkom­andi mynd er önn­ur kvik­mynd Haf­steins Gunn­ars í fullri lengd en eins og marg­ir muna sló hans fyrsta mynd, Á ann­an veg, í gegn og var meðal ann­ars end­ur­gerð í Banda­ríkj­un­um. Nú er bara að bíða og sjá hvernig viðtök­urn­ar á Par­ís norðurs­ins verða en ég sé því ekk­ert til fyr­ir­stöðu að hún slái í gegn. Kvik­mynd­in seg­ir mann­lega sögu þján­ing­ar og gleði sem á við öll smá sam­fé­lög manna, hvort sem það er á Flat­eyri eða í öðrum út­nár­um þessa heims. Þess má geta að kvik­mynd­in er frum­sýnd í kvöld. 

Helgi Björnsson var góður í hlutverki Veigars.
Helgi Björns­son var góður í hlut­verki Veig­ars.
Ljósmyndari hafði meiri áhuga á þessu fólki en mér.
Ljós­mynd­ari hafði meiri áhuga á þessu fólki en mér. Ómar Óskars­son
Helgi Björnsson, nýsnyrti hundurinn Flóki, sem er einmitt einn af …
Helgi Björns­son, nýsnyrti hund­ur­inn Flóki, sem er ein­mitt einn af leik­ur­um mynd­ar­inn­ar og Auður Björns­dótt­ir, eig­andi Flóka og syst­ir Helga. Ómar Óskars­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Athyglin beinist að framtíðarsýn. Gerðu skýra mynd í huganum. Með því að einblína á það sem vekur gleði, þá ferðu í rétta átt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Eva Björg Ægis­dótt­ir
3
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
4
Abby Ji­menez
5
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Athyglin beinist að framtíðarsýn. Gerðu skýra mynd í huganum. Með því að einblína á það sem vekur gleði, þá ferðu í rétta átt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Eva Björg Ægis­dótt­ir
3
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
4
Abby Ji­menez
5
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir