Hvar er Dýrleif með töfrabrögðin?

„Í stað þess að leyfa leiktextanum að vera límið, skapa …
„Í stað þess að leyfa leiktextanum að vera límið, skapa togstreitu leggja til hreyfiorku í samskipti persónanna er hann að mestu lagður undir fimmaurabrandara,“ segir í leikdómi um Slá í gegn. Ljósmynd/Hörður Sveinsson

„Slá í gegn er mann­margt og íburðar­mikið stór­sjó. Öllu er tjaldað til úr vopna­búri Þjóðleik­húss­ins til viðbót­ar þeirri miklu meðgjöf sem tónlist Stuðmanna er. Frá sjón­ar­hóli skemmt­un­ar næst harla góður ár­ang­ur og fagnaðarlæt­in á frum­sýn­ing­ar­kvöld­inu voru eins og í Atla­vík '84. Úr bæj­ar­dyr­um leik­list­ar horf­ir aðeins öðru­vísi við. Leik­ræni efniviður­inn er væg­ast sagt rýr og ekki erfitt að ímynda sér viðbrögð list­rænn­ar for­ystu leik­húss­ins ef því bær­ist slíkt hand­rit í póst­in­um. Þau yrðu alla vega ekki að opna alla skápa, ræsa all­ar vél­ar, ráða stóra hljóm­sveit og sirk­us utan úr bæ.

Þjóðleik­húsið er ekki fjár­öfl­un­ar­arm­ur Ung­menna- og íþrótta­sam­bands Aust­ur­lands. Það hef­ur list­ræn­um skyld­um að gegna. Það er ekki sama hvað það ger­ir, eða hvernig það ger­ir það, þó að ör­ygg­is­net tón­list­ar allra lands­manna grípi það í þetta sinn og skili öll­um bros­andi heim,“ skrif­ar Þor­geir Tryggva­son í niður­lag­inu á leik­dómi sín­um um söng­leik­inn Slá í gegn sem birt­ist í Morg­un­blaðinu í dag. 

Rýn­ir rifjar upp að í kynn­ingu sýn­ing­ar­inn­ar hafi mátt skilja það sem svo að „hún byggðist á nokkuð skýrri og glúr­inni grunn­hug­mynd, sem er al­ger lífs­nauðsyn fyr­ir sýn­ingu sem þessa. Hér þarf sterka sögu og skýr átök sem halda fleyt­unni á floti og gefa svig­rúm fyr­ir þá út­úr­dúra sem tón­list­in kall­ar á. Tog­streita milli áhuga­leik­fé­lags í litlu þorpi og sirk­uss sem mæt­ir á svæðið er al­veg ágæt­is vett­vang­ur, en það spil­ast ekki vel úr þessu,“ skrif­ar Þor­geir, en höf­und­ur og leik­stjóri sýn­ing­ar­inn­ar er Guðjón Davíð Karls­son. 

„Í stað þess að leyfa leiktext­an­um að vera límið, skapa tog­streitu leggja til hreyfi­orku í sam­skipti per­són­anna er hann að mestu lagður und­ir fimm­aura­brand­ara. Sem auðvitað hitta sum­ir í mark, en of­g­nótt­in er þreyt­andi, sér­stak­lega enda­laus­ar vís­an­ir í Stuðmanna­texta. Þá þykja mér texta­tengsl verks­ins við leiktexta Með allt á hreinu mis­ráðin (fyr­ir nú utan að skjóta inn bút­um úr tveim­ur Gæru­lög­um, sem er furðuleg ráðstöf­un). Hér hefði þurft að skapa nýj­an og líf­væn­leg­an jarðveg fyr­ir tón­list­ina, en það er ekki gert.

„Jón Gnarr hefur áratugareynslu af jafnvægisdansi milli fyndins banalítets og …
„Jón Gn­arr hef­ur ára­tugareynslu af jafn­væg­is­dansi milli fynd­ins bana­lítets og al­vöru í leiktexta á barmi paródí­unn­ar. Tveir af leik­ræn­um hápunkt­um sýn­ing­ar­inn­ar eru hans: til­raun Sig­ur­jóns til að flytja Gullna hlið Davíðs einn síns liðs eft­ir að hafa flæmt leik­fé­lagið út í sirk­u­stjald og svo sam­tal hans og Ólínu, sem Edda Björg­vins­dótt­ir túlk­ar fal­lega. Jón syng­ur ekki í meist­ara­deild­inni, en hef­ur það fram yfir flesta að það sem hann syng­ur hljóm­ar eins og þar sé per­sóna að tjá sig en ekki söngv­ari að brillera,“ seg­ir í leik­dómn­um. Ljós­mynd/​Hörður Sveins­son

Per­sónugalle­ríið er það best heppnaða í fram­lagi höf­und­ar­ins, ein­fald­ar týp­ur, sum­ar and­lits- og ein­kenna­laus­ar en aðrar harla sniðug­lega sam­sett­ar; Kalli lögga með búktals­dúkk­una sína, hin skeggjaða Ólína sem finnst eng­inn sjá sig fyr­ir brjóst­un­um, al­vitri prest­ur­inn og svo auðvitað príma­donn­an Sig­ur­jón digri, sem reynd­ar er sótt­ur að stór­um hluta á bens­ín­stöðina í Næt­ur­vakt­inni, en býr að því að Jón Gn­arr hef­ur ára­tugareynslu af jafn­væg­is­dansi milli fynd­ins bana­lítets og al­vöru í leiktexta á barmi paródí­unn­ar. Tveir af leik­ræn­um hápunkt­um sýn­ing­ar­inn­ar eru hans: til­raun Sig­ur­jóns til að flytja Gullna hlið Davíðs einn síns liðs eft­ir að hafa flæmt leik­fé­lagið út í sirk­u­stjald og svo sam­tal hans og Ólínu, sem Edda Björg­vins­dótt­ir túlk­ar fal­lega. Jón syng­ur ekki í meist­ara­deild­inni, en hef­ur það fram yfir flesta að það sem hann syng­ur hljóm­ar eins og þar sé per­sóna að tjá sig en ekki söngv­ari að brillera, sem rétt er að geta að flest­ir þeirra gera. Sömu áhrif­um nær Snæfríður Ingvars­dótt­ir í gull­fal­legri túlk­un á „Ang­an­tý“ og þau Sig­urður Þór Óskars­son í skemmti­lega end­urút­sett­um „Ástar­dú­ett“. Sem vel á minnst er eina lagið sem hægt er að segja að sé meðhöndlað með skap­andi af­stöðu. Að öðru leyti ein­kenn­ist fram­lag Vign­is Snæs Vig­fús­son­ar og liðsmanna hans af skot­heldri fag­mennsku og engu þar um­fram. Ég var á sveita­balla­aldr­in­um á gull­ald­arár­um Stuðmanna og hef heyrt flest þessi lög fara í gegn­um hakka­vél hug­mynda­ríkra grall­ara. Þau þola það vel, og græða sum. 

Þau halda líka bolta sýn­ing­ar­inn­ar á lofti þrátt fyr­ir allt. Dauðir punkt­ar þjóta hjá og hverfa í rykið af hverj­um smell­in­um á fæt­ur öðrum. Þrjá­tíu lög koma við sögu, fyr­ir utan öll hin sem vitnað er til í leiktext­an­um. Und­ir lok­in, þegar sirk­us­inn frum­sýn­ir sjóið sitt, tek­ur tón­list­in öll völd og gleðisprengj­an spring­ur. Þá er gam­an. Það er vel haldið utan um gang­verk sýn­ing­ar­inn­ar af Guðjóni Davíð og Chan­telle Carey, þó dans­atriðin hafi svo sem ekki slegið mig sem sér­lega frum­leg sköp­un,“ seg­ir í leik­dómn­um sem lesa má í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Reyndu að heimsækja staði sem þú hefur aldrei komið á og gera hluti sem þú gerir ekki oft í dag. Það er gott að breyta rútínunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Eva Björg Ægis­dótt­ir
3
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
4
Stein­dór Ívars­son
5
Abby Ji­menez
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Reyndu að heimsækja staði sem þú hefur aldrei komið á og gera hluti sem þú gerir ekki oft í dag. Það er gott að breyta rútínunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Eva Björg Ægis­dótt­ir
3
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
4
Stein­dór Ívars­son
5
Abby Ji­menez