Áfram stelpur

Eiríkur G. Stephensen og Hjörleifur Hjartarson eru „hirðfífl þjóðarinnar sem …
Eiríkur G. Stephensen og Hjörleifur Hjartarson eru „hirðfífl þjóðarinnar sem leyfist að gagnrýna menn og málefni með bros á vör og sakleysisblik trúðsins í augum áhorfendum til ómældrar skemmtunar,“ segir í rýni um Kvenfólk. Ljósmynd/Auðunn Níelsson

„Gott orð hef­ur farið af Kven­fólki  síðan sýn­ing­in var frum­sýnd norðan heiða í leik­stjórn Ágústu Skúla­dótt­ur fyr­ir rúmu ári – og ekki að ástæðulausu. Þríeykið vinn­ur aug­ljós­lega af­skap­lega vel sam­an þar sem hug­mynda­auðgin fær notið sín með kímn­ina að leiðarljósi á sama tíma og sam­fé­lags­ádeil­an er aldrei langt und­an,“ skrif­ar Silja Björk Huldu­dótt­ir í leik­dómi um sýn­ing­una Kven­fólk eft­ir Ei­rík G. Stephen­sen og Hjör­leif Hjart­ar­son í hljóm­sveit­inni Hund­ur í óskil­um sem tek­in var til sýn­ing­ar í Borg­ar­leik­hús­inu fyr­ir skemmstu, en frum­sýnd hjá Leik­fé­lagi Ak­ur­eyr­ar í fyrra. 

Kven­fólk­mun vera síðasti hluti þríleiks Hunds í óskil­um sem hófst með Sögu þjóðar 2012, þar sem fé­lag­arn­ir fóru á hunda­vaði í gegn­um Íslands­sög­una, og hélt áfram í Öld­inni okk­ar2015, þar sem þeir horfðu til at­b­urða 21. ald­ar­inn­ar með fókus á efna­hags­hrunið 2008 og af­leiðing­ar þess. Í öll­um þrem­ur sýn­ing­um leik­ur húm­or­inn lyk­il­hlut­verk, en óhætt er að segja að Ei­rík­ur og Hjör­leif­ur séu nokk­urs kon­ar hirðfífl þjóðar­inn­ar sem leyf­ist að gagn­rýna menn og mál­efni með bros á vör og sak­leys­is­blik trúðsins í aug­um áhorf­end­um til ómældr­ar skemmt­un­ar – og stund­um jafn­vel undr­un­ar. Eft­ir að hafa sökkt sér fyrst ofan í Íslands­sög­una og síðan sam­tíma­sög­una hafa tví­menn­ing­arn­ir dregið þá „rök­réttu“ álykt­un að kon­ur hafi ekki komið til Íslands fyrr en laust fyr­ir alda­mót­in 1900 og í Kven­fólki­deila þeir upp­götv­un sinni með áhorf­end­um og greina í fram­hald­inu sögu kvenna og kvenna­bar­átt­unn­ar hér­lend­is með nokkr­um vel völd­um vís­un­um út fyr­ir land­stein­ana.

Ei­rík­ur og Hjör­leif­ur leggja út af fortíðinni með bráðskemmti­leg­um hætti þar sem ólík­ir tím­ar mæt­ast með skap­andi hætti. Í meðför­um þeirra er auðvelt að sann­fær­ast um að Íslend­inga­sög­urn­ar hafi bein­lín­is verið skrifaðar af munk­um á miðöld­um sem viðvör­un við því hvaða af­leiðing­ar það gæti haft að hleypa kon­um til Íslands, enda gripu menn, að þeirra sögn, til íþyngj­andi reglu­gerða til að stemma stigu við land­námi kvenna. Beitt er ádeil­an þegar orðræða sam­tím­ans um óæski­lega fjölg­un út­lend­inga sem ræni af heima­mönn­um störf­un­um fyr­ir mun lægra kaup er snúið upp á kon­ur,“ seg­ir í leik­dómn­um sem birt­ur var í Morg­un­blaðinu í gær, fimmtu­dag­inn 29. nóv­em­ber. 

„Þó að marg­ar þeirra upp­lýs­inga sem Ei­rík­ur og Hjör­leif­ur bera á borð í sýn­ing­unni séu vel þekkt­ar staðreynd­ir mátti iðulega heyra and­köf áhorf­enda og upp­hróp­an­ir á borð við „Að hugsa sér!“, til dæm­is þegar rifjað var upp að þegar Jó­hanna Sig­urðardótt­ir sett­ist á þing 1978 hafi hún aðeins verið tí­unda alþing­is­kon­an hér­lend­is og að fyrsta verk­fall lands­ins hafi verið knúið fram 1912 af kon­um sem kröfðust sömu launa fyr­ir sömu vinnu – krafa sem því miður enn er í fullu gildi rúm­um hundrað árum síðar. Því eins og þeir fé­lag­ar benda rétti­lega á hafa hlut­irn­ir þokast alltof hægt í átt að jafn­rétti – þrátt fyr­ir að við Íslend­ing­ar telj­um okk­ur iðulega vera heims­meist­ara í kynja­jafn­rétti (þó að töl­urn­ar segi síðan annað). Á sama tíma og áhorf­end­ur gátu hlegið sig mátt­lausa yfir skemmti­leg­heit­um Ei­ríks og Hjör­leifs fór þung­ur und­ir­tónn sýn­ing­ar­inn­ar ekki á milli mála, enda ekk­ert laun­ung­ar­mál að bar­átt­an fyr­ir jöfn­um tæki­fær­um og kjör­um kynj­anna á enn tölu­vert í land,“ seg­ir í dómn­um og í fram­hald­inu er fögr­um orðum farið um um­gjörðina alla. 

„Í ljósi þess að enn hall­ar á kon­ur inn­an leik­húss­ins, hvort held­ur er í hópi leik­skálda, leik­stjóra eða burðar­hlut­verka, spyr sig vafa­lítið ein­hver hvað tveir miðaldra karl­ar vilja upp á dekk í sýn­ingu um kven­fólk. Því er til að svara að sama er hvaðan gott kem­ur. Hund­ur í óskil­um skil­grein­ir sig kinn­roðalaust sem femín­íska hljóm­sveit, en femín­isti er ein­fald­lega karl eða kona sem veit að jafn­rétti kynj­anna hef­ur ekki enn verið náð og vill gera eitt­hvað í því. Kyns síns vegna ná Ei­rík­ur og Hjör­leif­ur vafa­lítið eyr­um sem kven­kyns femín­ist­ar eiga erfiðara með að ná og það er já­kvætt. Á sama tíma eru tví­menn­ing­arn­ir meðvitaðir um mik­il­vægi þess að radd­ir kvenna heyr­ist. Það birt­ist skýrt í lokakafla sýn­ing­ar­inn­ar sem er ótví­ræður hápunkt­ur henn­ar,“ seg­ir í leik­dómn­um, en þar er vísað til flutn­ing kvenna­hljóm­sveit­ar sem nefn­ist Bríet og bomburn­ar og skipuð er Fríðu Björgu Pét­urs­dótt­ur, Hrafn­hildi Ein­ars­dótt­ur, Mar­gréti Hildi Eg­ils­dótt­ur og Unu Har­alds­dótt­ur á vel þekktu lagi frá sjö­unda ára­tug síðustu ald­ar sem inni­held­ur mik­il­væga sjálf­stæðis­yf­ir­lýs­ingu kvenna sem enn er í fullu gildi. Dóm­inn í heild má lesa í Morg­un­blaðinu. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þér finnast utanaðkomandi aðstæður ógna starfi þínu en það er ekki um annað að ræða en að snúa hlutunum sér í hag. Mundu að góð heilsa er gulli betri.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hug­rún Björns­dótt­ir
4
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir
5
Eva Björg Ægis­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þér finnast utanaðkomandi aðstæður ógna starfi þínu en það er ekki um annað að ræða en að snúa hlutunum sér í hag. Mundu að góð heilsa er gulli betri.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hug­rún Björns­dótt­ir
4
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir
5
Eva Björg Ægis­dótt­ir