Pakkið mun sigrað

Gagnrýnanda Morgunblaðsins finnst leikmynd Ilmar Stefánsdóttur stórkostleg.
Gagnrýnanda Morgunblaðsins finnst leikmynd Ilmar Stefánsdóttur stórkostleg. Ljósmynd/Grímur Bjarnason

„Matt­hild­ur er þrek­virki af því tag­inu sem Borg­ar­leik­húsið er komið með ein­stakt lag á að gera vel. Það er heitt hjarta í sýn­ing­unni sem hverf­ur ekki í hávaðanum, orðaflaumn­um, tækni­brell­un­um og enda­lausri hug­kvæm­inni og ör­læt­inu við smá­atriðanostrið,“ skrif­ar Þor­geir Tryggva­son í leik­dómi sín­um um söng­leik­inn Matt­hildi í upp­færslu Borg­ar­leik­húss­ins sem birt­ur er í Morg­un­blaðinu í dag. Hann gef­ur upp­færsl­unni fjór­ar stjörn­ur. 

„Verkið sjálft er hins­veg­ar galla­grip­ur, það vant­ar í það meiri drama­tísk­an skriðþunga, al­vöru þroska­braut­ir fyr­ir helstu per­són­ur og mögu­lega aðeins færri nót­ur og orð. Engu að síður mik­il skemmt­un og hríf­andi kvöld­stund,“ seg­ir í leik­dómn­um. 

Björgvin Franz Gíslason fer með hlutverk skólastýrunnar Karítasar Mínherfu sem …
Björg­vin Franz Gísla­son fer með hlut­verk skóla­stýrunn­ar Karítas­ar Mín­herfu sem leik­stjóri upp­færsl­unn­ar lýs­ir sem morðinga sem pynt­ar börn. Gagn­rýn­andi Morg­un­blaðsins hefði viljað sjá Björg­vin Franz gefa sér laus­ari taum í hlut­verk­inu og smjatta á ill­fygl­inu. Ljós­mynd/​Grím­ur Bjarna­son

Þar seg­ir einnig: „Það er reynd­ar eitt af því sem ger­ir þessa þriggja tíma setu í stóra sal Borg­ar­leik­húss­ins jafn áhrifa­ríka og raun ber vitni hvað vel tekst að varðveita mennsku og trú­verðug­leika per­són­anna þrátt fyr­ir að bæði per­sónu­sköp­un og hegðunar- og hreyf­inga­mynst­ur sé stíl­fært og ein­faldað að ystu mörk­um. All­ur þessi stóri leik­hóp­ur, ung­ir sem aldn­ir, og Berg­ur Þór Ing­ólfs­son auðvitað líka, eiga hrós skilið fyr­ir þetta.“

Gagn­rýn­andi Morg­un­blaðsins fer fögr­um orðum um alla sjón­ræna um­gjörð og seg­ir meðal ann­ars: „Það er ekki úr vegi að byrja á að tala um hreint stór­kost­lega leik­mynd Ilm­ar Stef­áns­dótt­ur og þá meðferð sem hún fær í lýs­ingu Þórðar Orra Pét­urs­son­ar. Mögu­leik­arn­ir virðast enda­laus­ir, óreglu­leg formin og urmull smá­atriða tryggja að það er alltaf eitt­hvað óvænt hand­an við næsta snún­ing hringsviðsins.“

Rakel Björk Björnsdóttir fer með hlutverk kennslukonunnar Fríðu Hugljúfu og …
Rakel Björk Björns­dótt­ir fer með hlut­verk kennslu­kon­unn­ar Fríðu Hug­ljúfu og á frum­sýn­ing­unni fór Ísa­bel Dís Sheeh­an með hlut­verk Matt­hild­ar. Gagn­rýn­andi hreifst af frammistöðu þeirra beggja og seg­ir söngrödd Rakel­ar Bjark­ar bræða hvert hjarta. Ljós­mynd/​Grím­ur Bjarna­son

Hann hrós­ar einnig þýðingu verks­ins, tón­listar­flutn­ingn­um og frammistöðu leik­hóps­ins. „Ísa­bel Dís Sheeh­an fór með titil­hlut­verkið á frum­sýn­ing­unni og var framúrsk­ar­andi sann­fær­andi í leik, dansi og söng, ekki síst í stór­um og krefj­andi söng­núm­er­um sín­um.“

Rýn­ir tel­ur pakkið í fjöl­skyldu Matt­hild­ar vel skipað. „Það gust­ar af Birni Stef­áns­syni í hlut­verki hins glóru­lausa pabba, Sölvi Viggós­son Dýr­fjörð var dá­sam­leg­ur gleðigjafi þrátt fyr­ir al­gert aðgerðal­eysi. Senuþjóf­ur­inn í fjöl­skyld­unni er samt mamm­an yf­ir­gengi­lega og Vala Krist­ín Ei­ríks­dótt­ir fór á mikl­um og morðfyndn­um kost­um, ekki síst í glæstu dans­atriði með Þor­leifi Ein­ars­syni,“ seg­ir í leik­dómn­um sem lesa má í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag, en þar er farið yfir frammistöðu annarra í burðar­hlut­verk­um. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Áreiðanleiki er mjög aðlaðandi. Mundu þó að allt veltur á því hvernig þú setur mál þitt fram. Mundu að góð vinátta er gulli betri.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Eva Björg Ægis­dótt­ir
3
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
4
Stein­dór Ívars­son
5
Yrsa Sig­urðardótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Áreiðanleiki er mjög aðlaðandi. Mundu þó að allt veltur á því hvernig þú setur mál þitt fram. Mundu að góð vinátta er gulli betri.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Eva Björg Ægis­dótt­ir
3
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
4
Stein­dór Ívars­son
5
Yrsa Sig­urðardótt­ir