Við verðum að lifa í voninni

Valur Freyr Einarsson, Hilmir Snær Guðnason og Halldór Gylfason í …
Valur Freyr Einarsson, Hilmir Snær Guðnason og Halldór Gylfason í hlutverkum sínum sem Vanja frændi, Astrov læknir og Ílja í uppfærslu Borgarleikhússins á Vanja frænda. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Upp­færsla Borg­ar­leik­húss­ins á Vanja frænda eft­ir Ant­on Tsjek­hov í leik­stjórn Bryn­hild­ar Guðjóns­dótt­ur fær lof­sam­lega um­fjöll­un í Morg­un­blaðinu í dag. Silja Björk Huldu­dótt­ir, gagn­rýn­andi blaðsins, fer fögr­um orðum um upp­færsl­una í leik­dómi sín­um og gef­ur henni 4,5 stjörn­ur. 

„Bryn­hild­ur Guðjóns­dótt­ir vakti verðskuldaða at­hygli sem leik­stjóri þegar hún sviðsetti magnaða upp­færslu á Rík­h­arði þriðjaeft­ir William Shakespeare fyr­ir sléttu ári. Stuttu eft­ir frum­sýn­ingu var til­kynnt að hún myndi næst leik­stýra öðru stór­virki leik­bók­mennt­anna, Vanja frænda eft­ir Ant­on Tsjek­hov, í janú­ar 2020. Upp­færsl­urn­ar eiga það sam­eig­in­legt að Bryn­hildi tekst með út­hugsaðri túlk­un og sviðsetn­ingu að draga fram hversu sorg­lega brýn verk­in tvö eru og í sterku sam­tali við nú­tím­ann.

Brynhildur Guðjónsdóttir leikstjóri leggur línurnar fyrir leikara uppfærslunnar.
Bryn­hild­ur Guðjóns­dótt­ir leik­stjóri legg­ur lín­urn­ar fyr­ir leik­ara upp­færsl­unn­ar. mbl.is/Á​sdís Ásgeirs­dótt­ir

Meðan Rík­h­arður kallaðist í valda­brölti sínu á við ráðamenn sam­tím­ans spegl­ar heim­ur Vanja þau brýnu mál­efni sem snúa ann­ars veg­ar að um­hverf­is­sjón­ar­miðum, þar sem við erum sí­fellt minnt á að at­hafn­ir okk­ar og at­hafna­leysi skil­ar kom­andi kyn­slóðum jörðinni í verra ásig­komu­lagi en við tók­um við henni, og hins veg­ar mis­skipt­ingu auðs þar sem fjöld­inn strit­ar myrkr­anna á milli en býr engu að síður við fá­tækt meðan aðrir vita ekki aura sinna tal en dett­ur þó ekki í hug að leggja nema smá­ræði af mörk­um. 

Vanja frændi­Borg­ar­leik­húss­ins ger­ist í rúss­neskri sveit í kring­um alda­mót­in 1900. Gunn­ar Þorri Pét­urs­son hef­ur unnið nýja og ein­stak­lega þjála þýðingu á leik­rit­inu sem fær­ir tungu­tak per­sóna nær nú­tíma­áhorf­end­um. Eins og Gunn­ar Þorri bend­ir á í grein sinni í leik­skrá var Tsjek­hov snemma gagn­rýnd­ur fyr­ir skort á eig­in­legri at­b­urðarás í verk­inu sem fjalli aðeins um per­són­ur sem séu fast­ar í óþægi­leg­um aðstæðum. Þessa gagn­rýni má hæg­lega heim­færa á fleiri leik­rit Tsjek­hovs og séu áhorf­end­ur að leita að fram­vindu­drifnu plotti er hætt við því að þeir verði fyr­ir von­brigðum.

Unnur Ösp Stefánsdóttir og Katrín Halldóra Sigurðardóttir leika Jelenu og …
Unn­ur Ösp Stef­áns­dótt­ir og Katrín Hall­dóra Sig­urðardótt­ir leika Jelenu og Sonju í Vanja frænda. mbl.is/Á​sdís Ásgeirs­dótt­ir

Aðal Tsjek­hovs sem leik­skálds felst ekki í flétt­unni held­ur í marg­brotn­um og spenn­andi per­són­um sem eru oft alls ekki sam­kvæm­ar sjálf­um sér þegar kem­ur að leit þeirra að til­gangi lífs­ins, þrá eft­ir breyt­ing­um og ham­ingju, von um ást, ótta við þverr­andi ung­dómsþrek og eft­ir­sjá eft­ir glötuðum tæki­fær­um. Breysk­leiki per­són­anna og sam­spil við aðstæður fá áhorf­end­ur auðveld­lega til að sveifl­ast milli samúðar og hlát­urs. Per­són­ur Tsjek­hovs segja iðulega eitt og gera síðan annað, sem býr til spenn­andi dýna­mík í heimi verks­ins og held­ur áhorf­end­um sí­fellt á tán­um.

Óhætt er að segja að tónn­inn sé sleg­inn snemma í upp­færsl­unni þegar Marína fóstra býður Astrov lækni að þiggja te sem lækn­ir­inn afþakk­ar ákveðið um leið og hann tek­ur sér te­bolla og drekk­ur af ákefð. Skýr lest­ur Bryn­hild­ar á verk­inu, frá­bær leik­ara­vinna, sú ákvörðun að láta per­són­ur iðulega ávarpa áhorf­end­ur beint, hár­ná­kvæm tem­pó­skipti og nær­vera þög­ulla per­sóna í helstu lyk­il­sen­um magn­ar lífið í þessu góða leik­riti og skap­ar sterka og heild­stæða leik­hús­upp­lif­un sem eng­inn ætti að láta fram hjá sér fara,“ skrif­ar Silja í leik­dómi sín­um og fer í fram­hald­inu yfir frammistöðu leik­ara og annarra list­rænna aðstand­enda. 

Leik­dóm­inn má lesa í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag, fimmtu­dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Hugleiðing eða skapandi vinna hjálpar þér að finna jafnvægi. Gefðu þér tíma til að hlusta inn á við og treystu þeim skilaboðum sem koma rólega fram.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Eva Björg Ægis­dótt­ir
3
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir
4
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
5
Abby Ji­menez
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Hugleiðing eða skapandi vinna hjálpar þér að finna jafnvægi. Gefðu þér tíma til að hlusta inn á við og treystu þeim skilaboðum sem koma rólega fram.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Eva Björg Ægis­dótt­ir
3
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir
4
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
5
Abby Ji­menez