Allt sem má ekki segja

„Í ljós á eftir að koma að brúðan, sem er …
„Í ljós á eftir að koma að brúðan, sem er ein af mörgum hliðarsjálfum Günthers í sýningunni, reynist ófær um að fljúga þar til uppgjörinu við fortíðina er lokið,“ segir í leikdómi um Brúðumeistarann eftir Bernd Ogrodnik. Ljósmynd/Eddi

Nokk­ur ár líða yf­ir­leitt milli frum­sýn­inga hjá Bernd, sem skýrist ekki síst af því að það tek­ur tíma að vinna all­ar brúðurn­ar frá grunni. Biðin er þó ávallt þess virði, því Bernd býður upp á sann­kallaða leik­hústöfra sem láta eng­an ósnort­inn. Brúðumeist­ar­inn er mik­il­væg sýn­ing sem minn­ir okk­ur á nauðsyn þess að horf­ast í augu við fortíðina og gera hana upp. Á sama tíma er hún brýn áminn­ing um þá viðsjár­verðu tíma sem við lif­um með vax­andi þjóðern­is­hyggju og út­lend­inga­h­atri. Eft­ir því sem fækk­ar í hópi þeirra sem lifðu af hörm­ung­ar seinni heims­styrj­ald­ar fækk­ar því miður jafn­framt í hópi þeirra sem minna okk­ur á að við meg­um aldrei sofna á verðinum gagn­vart öfga­öfl­um,“ skrif­ar Silja Björk Huldu­dótt­ir í leik­dómi um Brúðumeist­ar­ann sem leik­hóp­ur­inn Brúðuheim­ar frum­sýndi á Brúðulofti Þjóðleik­húss­ins fyrr í mánuðinum.

„Í viðtöl­um við Bernd í aðdrag­anda frum­sýn­ing­ar nýj­ustu sýn­ing­ar lista­manns­ins fór hann ekki dult með að Brúðumeist­ar­inn, í góðri leik­stjórn Bergs Þórs Ing­ólfs­son­ar og ljóm­andi þýðingu Maríu Helgu Guðmunds­dótt­ur, væri per­sónu­leg­asta sýn­ing hans til þessa, en hún hef­ur verið í und­ir­bún­ingi í um 15 ár. Ólíkt mörg­um fyrri sýn­ing­um Bernds er Brúðumeist­ar­inn ekki ætluð allri fjöl­skyld­unni held­ur aðeins full­orðnum, enda er um­fjöll­un­ar­efnið ekk­ert létt­meti.

Í verk­inu bregður Bernd sér í hlut­verk þýska brúðumeist­ar­ans Günt­her sem flutt­ist til Íslands fyr­ir nokkr­um ára­tug­um til að flýja fortíðina, fjöl­skyld­una, sam­fé­lagið og ætt­jörðina. Þegar sýn­ing­in hefst hef­ur Günt­her komið sér fyr­ir í sjálfs­skipaðri ein­angr­un frá um­heim­in­um, sem kall­ast óvænt á við sam­komu­bann og sótt­kví sam­tím­ans. Ástæða þess að Günt­her hef­ur valið að loka sig inni bak við marglæst­ar dyr er að til stend­ur að bera hann út þar sem hús­næði hans á að víkja fyr­ir enn einu lúx­us­hót­el­inu. Fljót­lega kem­ur þó í ljós að Günt­her er ekki síður að reyna að loka fortíðina, með öll­um sín­um draug­um, úti – en eins og vatn finn­ur hún sér alltaf leið. Áhrifa­mik­il lýs­ing Ólafs Ágústs Stef­áns­son­ar og flott hljóðmynd Elvars Geirs Sæv­ars­son­ar gefa snemma í upp­færsl­unni til­finn­ingu fyr­ir því að Günt­her sé stadd­ur í stríðshrjáðu landi með til­heyr­andi spreng­ing­um. Það kall­ast áþreif­an­lega á við það óveðurs­ský sem rík­ir í höfði brúðugerðar­manns­ins í tengsl­um við óupp­gerða fortíð og skýr­ir að stór­um hluta ótta og tauga­spennu per­són­unn­ar. Snjallt er að láta ólík tíma­skeið renna sam­an með þess­um hætti, enda und­ir­býr það áhorf­end­ur fyr­ir fram­haldið. 

Eva Signý Ber­ger hann­ar bæði leik­mynd og bún­inga. Rýmið er listi­lega vel nýtt og leik­mun­ir luma iðulega á leynd­um flöt­um sem kall­ast á við leynd­ar­mál­in sem Günt­her þarf sjálf­ur að af­hjúpa til að vinda ofan af van­líðan sinni. Í fyrsta hluta sýn­ing­ar­inn­ar fá áhorf­end­ur að kynn­ast Günt­her á vinnu­stofu sinni í sam­tím­an­um. Þar vinn­ur hann öt­ul­lega að því að út­færa vængi fyr­ir eina brúðuna svo hún geti flogið frjáls, en út­færsl­an vefst fyr­ir hon­um. Í ljós á eft­ir að koma að brúðan, sem er ein af mörg­um hliðarsjálf­um Günt­h­ers í sýn­ing­unni, reyn­ist ófær um að fljúga þar til upp­gjör­inu við fortíðina er lokið.

„Við sjáum Günther rifja upp spakmæli afa síns sem brýndi …
„Við sjá­um Günt­her rifja upp spak­mæli afa síns sem brýndi fyr­ir af­kom­end­um sín­um að þol­in­mæði væri dyggð, en sjálf­ur beið hann vik­um sam­an til að kom­ast að því hvort dæt­ur hans hefðu lifað af sprengju­árás,“ seg­ir í leik­dómn­um. Ljós­mynd/​Eddi

Á vinnu­stofu brúðumeist­ar­ans leyn­ist fjöld­inn all­ur af brúðum sem kvikna bók­staf­lega til lífs­ins í hönd­um skap­ara síns. Við sjá­um Günt­her rifja upp spak­mæli afa síns sem brýndi fyr­ir af­kom­end­um sín­um að þol­in­mæði væri dyggð, en sjálf­ur beið hann vik­um sam­an til að kom­ast að því hvort dæt­ur hans hefðu lifað af sprengju­árás. Áhrifa­mik­ill dauðadans af­ans við eina dótt­ur sína snemma í sýn­ing­unni set­ur tón­inn fyr­ir það sem koma skal þar sem dauði, út­rým­ing­ar­búðir, sorg og leynd­ar­mál eru í for­grunni. Í leik­skránni er þeim spurn­ing­um rétti­lega velt upp hvort hægt sé að gera upp ör­vænt­ingu og sár heill­ar þjóðar í gegn­um sögu eins manns; hvort hægt sé að vinna sig í gegn­um kyn­ferðis­lega mis­notk­un með því að búa til brúðu af of­beld­is­mann­in­um; hvort tíma­bært sé að varpa ljósi á sam­kyn­hneigð for­eldr­is eft­ir að það fell­ur frá og hvort hægt sé að heila ævi­langa leynd og þögg­un. Þetta eru áhuga­verðar spurn­ing­ar og þarfar. Öll burðumst við að ein­hverju leyti með fortíðina á bak­inu og þurf­um mörg hver að gera upp sára fortíð og reynslu til að geta fundið frið í sál­inni, þó að upp­gjörið sé sem bet­ur fer ekki jafn drama­tískt og hjá Günt­her.

Bernd og Berg­ur nálg­ast vandmeðfar­inn efniviðinn af nauðsyn­legri virðingu og vænt­umþykju. Óhugnaður­inn er alls­ráðandi þegar minn­ing­ar úr seinni heims­styrj­öld­inni eru rifjaðar upp. Skugga­mynd­ir úr smiðju Katarínu Ca­ková eru nýtt­ar með áhrifa­rík­um hætti til að miðla dap­ur­leg­um ör­lög­um ömmu Günt­h­ers, þær sýna okk­ur líka sprengjuflug­vél­ar, her­menn og járn­braut­ar­lest­irn­ar sem fluttu millj­ón­ir í út­rým­ing­ar­búðir nas­ista. Þrátt fyr­ir erfitt um­fjöll­un­ar­efni er húm­or­inn sem bet­ur fer aldrei langt und­an. Þannig var gam­an að fylgj­ast með því hvernig Günt­her sendi þá sem hon­um var illa við í út­legð á eyðieyju og bein­lín­is grát­bros­legt að upp­lifa sam­tal Günt­h­ers við þýsk­an nas­ista­for­ingja þar sem sá síðar­nefndi reyn­ir að bera í bætifláka fyr­ir for­ingja sinn með tak­mörkuðum ár­angri.

„Sem mótvægi við allan óhugnaðinn er áhorfendum boðið upp á …
„Sem mót­vægi við all­an óhugnaðinn er áhorf­end­um boðið upp á und­ur­falleg­ar sen­ur, eins og þegar Günt­her af­hjúp­ar yngri út­gáf­ur for­eldra sinna sem eiga fal­leg­an end­ur­fund um stund,“ seg­ir í leik­dómn­um. Ljós­mynd/​Eddi

Sem mót­vægi við all­an óhugnaðinn er áhorf­end­um boðið upp á und­ur­falleg­ar sen­ur, eins og þegar Günt­her af­hjúp­ar yngri út­gáf­ur for­eldra sinna sem eiga fal­leg­an end­ur­fund um stund eða þegar afi hans hjálp­ar þýsku and­spyrnu­kon­unni Sophie Scholl. Fal­leg­ust er síðan loka­sen­an þar sem eldri brúðuút­gáf­an af Günt­her tek­ur yngri út­gáfu af sjálf­um sér í faðm sinn og kemst loks á langþráð flug – laus und­an byrðum sín­um að loknu sárs­auka­fullu en hreins­andi upp­gjöri. Fal­leg tónlist Pét­urs Ben leik­ur stórt hlut­verk í sýn­ing­unni og bæt­ir miklu við heild­ar­upp­lif­un­ina,“ seg­ir meðal ann­ars í leik­dómn­um sem birt­ist í Morg­un­blaðinu í gær, miðviku­dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Athyglin beinist að framtíðarsýn. Gerðu skýra mynd í huganum. Með því að einblína á það sem vekur gleði, þá ferðu í rétta átt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Eva Björg Ægis­dótt­ir
3
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
4
Abby Ji­menez
5
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Athyglin beinist að framtíðarsýn. Gerðu skýra mynd í huganum. Með því að einblína á það sem vekur gleði, þá ferðu í rétta átt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Eva Björg Ægis­dótt­ir
3
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
4
Abby Ji­menez
5
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir