Rósa Margrét Tryggvadóttir er umsjónarmaður K100.is og hefur starfað á mbl.is og Morgunblaðinu frá 2019. Hún er með BA-gráðu í bókmenntafræði með áherslu á ritlist og er að ljúka meistaranámi í blaða- og fréttamennsku við Háskóla Íslands. Rósa kynnir jákvæðar og áhugaverðar fréttir í útvarpi K100 og miðlar því helsta sem gerist í dagskránni á vefinn. Með léttri og skemmtilegri nálgun leggur hún áherslu á jákvæðar fréttir, tónlist og afþreyingu og trúir því að slík umfjöllun geti haft raunveruleg áhrif til góðs í samfélaginu.