Hlynur Helgason hefur skrifað listgagnrýni á fjölbreyttum miðlum undanfarin þrjátíu ár. Hann er með meistaragráðu í myndlist frá Goldsmiths College í London og doktorsgráðu í listheimspeki frá European Graduate School í Sviss. Hann greinir verk myndlistarmanna náið og setur í samhengi við söguna og félagslegan veruleika samtímans.