Guðmundur Ólason, forstjóri Milestone, segir að hann hafi fyrst í dag fengið staðfest að starfsemi Sjóvár væri til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara. Hann segir allar upplýsingar liggja uppi á borðum og starfsemin hafi verið undir ströngu eftirliti opinberra aðila. Því ætti ekkert að koma eftirlitsaðilum á óvart í þessum efnum.
Guðmundur Ólason, forstjóri Milestone, segir að hann hafi fyrst í dag fengið staðfest að starfsemi Sjóvár væri til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara. Hann segir allar upplýsingar liggja uppi á borðum og starfsemin hafi verið undir ströngu eftirliti opinberra aðila. Því ætti ekkert að koma eftirlitsaðilum á óvart í þessum efnum.
Guðmundur Ólason, forstjóri Milestone, segir að hann hafi fyrst í dag fengið staðfest að starfsemi Sjóvár væri til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara. Hann segir allar upplýsingar liggja uppi á borðum og starfsemin hafi verið undir ströngu eftirliti opinberra aðila. Því ætti ekkert að koma eftirlitsaðilum á óvart í þessum efnum.
Fulltrúar sérstaks saksóknara gerðu í dag húsleit á skrifstofum Milestone og heima hjá Guðmundi. Milestone er eigandi Moderna, sem Sjóvá heyrði undir. Guðmundur bendir á að félagið hafi farið í gegnum nokkrar áreiðanleikakannanir og sé undir ströngu eftirliti sænska fjármálaeftirlitið, sem hefur eftirlit með fjármálastarfsemi þar í landi.
Hann segist ekkert hafa heyrt af rannsókn á starfsemi Sjóvár nema óstaðfest í gegnum í gegnum fréttaflutning Morgunblaðsins undanfarnar vikur og mánuði. Hann viti því ekki meira um rannsóknina en gefið hefur verið út opinberlega.