Fleiri fíklar heimsækja Frú Ragnheiði

Utangarðs á Íslandi | 19. janúar 2013

Fleiri fíklar heimsækja Frú Ragnheiði

Frú Ragnheiður, skaðaminnkunarverkefni Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands, fékk alls 1.356 heimsóknir á árinu 2012. Þar af voru 56 að koma í fyrsta skipti. Flestir koma til að fá notuðum sprautunálum skipt út fyrir nýjar og hreinar. Verkefnið hefur nú verið starfrækt í tæp 3 ár og gengur vel.

Fleiri fíklar heimsækja Frú Ragnheiði

Utangarðs á Íslandi | 19. janúar 2013

Starfsmaður Rauða krossins að störfum í bílnum Frú Ragnheiði þar …
Starfsmaður Rauða krossins að störfum í bílnum Frú Ragnheiði þar sem er dreift sprautum, nálum og smokkum til fíkla. mbl.is/Ómar Óskarsson

Frú Ragn­heiður, skaðam­innk­un­ar­verk­efni Reykja­vík­ur­deild­ar Rauða kross Íslands, fékk alls 1.356 heim­sókn­ir á ár­inu 2012. Þar af voru 56 að koma í fyrsta skipti. Flest­ir koma til að fá notuðum sprautu­nál­um skipt út fyr­ir nýj­ar og hrein­ar. Verk­efnið hef­ur nú verið starf­rækt í tæp 3 ár og geng­ur vel.

Frú Ragn­heiður, skaðam­innk­un­ar­verk­efni Reykja­vík­ur­deild­ar Rauða kross Íslands, fékk alls 1.356 heim­sókn­ir á ár­inu 2012. Þar af voru 56 að koma í fyrsta skipti. Flest­ir koma til að fá notuðum sprautu­nál­um skipt út fyr­ir nýj­ar og hrein­ar. Verk­efnið hef­ur nú verið starf­rækt í tæp 3 ár og geng­ur vel.

Frú Ragn­heiður sjálf er gam­all, upp­gerður sjúkra­bíll þar sem hjúkr­un­ar­fræðing­ar og sjálf­boðaliðar standa vakt­ina 5 sinn­um í viku og taka á móti fólki úr jaðar­hóp­um sam­fé­lags­ins, t.d. útigangs­fólki, heim­il­is­laus­um og fíkl­um. 

Tif­andi tímasprengja

Hug­mynd­in að verk­efn­inu kviknaði árið 2008, en þá voru uppi áhyggj­ur í hópi heil­brigðis­stétta um að ein­stak­ling­ar sem noti sprautu­búnað vegna fíkn­ar væru tif­andi tímasprengja vegna sjúk­dóma sem smit­ast geta með sam­nýt­ingu á fíkla spraut­um, s.s. HIV. Farið var af stað haustið 2009, í upp­hafi með hjól­hýsi sem reynd­ist þó ekki vel og var því síðar skipt út fyr­ir gaml­an sjúkra­bíl sem geng­ur und­ir nafn­inu Frú Ragn­heiður.

Heim­sókn­um hef­ur farið statt og stöðugt fjölg­andi síðan. „Þetta var al­gjör­lega ný nálg­un á vímu­efna­vand­ann á Íslandi og leið til að bregðast við yf­ir­vof­andi far­aldri, sem síðan varð raun­in en við vilj­um meina að hefði orðið enn verri,” sagði dr. Helga Sif Friðjóns­dótt­ir þegar hún fór yfir þróun og nú­ver­andi stöðu verk­efn­is­ins á vís­inda­degi geðhjúkr­un­ar á föstu­dag.

Ríf­leg tvö­föld­un heim­sókna

Verk­efnið gekk brös­ug­lega fram­an af að sögn Helgu, enda tók tíma að vinna traust skjól­stæðinga­hóps­ins. Fyrsta árið hafi þeir sem heim­sóttu Frú Ragn­heiði ekki síst gert það fyr­ir for­vitni sak­ir en haft var­ann á sér. „Þau voru mikið að tékka á okk­ur, hvort við vær­um kom­in til að ráðskast með þau og vær­um bara enn einn aðili til að segja þeim að fara í meðferð.”

Eft­ir að sjúkra­bíll­inn var tek­inn í notk­un 2011 hafa heim­sókn­irn­ar rokið upp. Það ár voru heim­sókn­irn­ar 843 tals­ins, en sem fyrr seg­ir 1.356 árið 2012. Karl­ar komu 724 sinn­um á síðasta ári en kon­ur 627 sinn­um. Frá upp­hafi, árið 2009, hafa heim­sókn­irn­ar verið 2.398 tals­ins og á bak við þær eru 262 ein­stak­ling­ar. Flest­ir koma vegna nála­skiptiþjón­ustu sem fer fram í um 86% til­fella eða 2.057 sinn­um.

Ein­stak­ling­ur­inn sé virt­ur

Verk­efnið, sem er unnið í sjálf­boðaliðastarfi, bygg­ist á hug­mynda­fræði skaðam­innk­un­ar. Að sögn Helgu felst hún í viður­kenn­ingu á þeim vanda að fólk stundi ýmsa áhættu­hegðun, þar á meðal neyslu, sem geti haft skaðleg­ar af­leiðing­ar. Þar sem ekki virki að banna at­hafn­irn­ar beri okk­ur siðferðis­leg skylda til að draga úr skaðsem­inni.

„Það er staðreynd að hluti sam­fé­lags­ins not­ar vímu­efni og lif­ir áhættu­sömu lífi. Okk­ar hlut­verk er að hjálpa ein­stak­lingn­um og draga úr skaðanum bæði fyr­ir hann og sam­fé­lagið í heild.” Mark­miðið með Frú Ragn­heiði er að hjálpa fólki að halda lífi, viðhalda heilsu og jafn­vel bæta heilsu­far ef kost­ur er.

Helga bend­ir á að Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­in, WHO, hafi rann­sakað skaðam­innk­un í rúma þrjá ára­tugi og all­ar niður­stöður bendi til þess að það sé ár­ang­urs­ríkt fyr­ir sam­fé­lög að inn­leiða heild­stæða skaðam­innk­un. Að sögn Helgu snýst nála­skiptiþjón­ust­an sem dæmi ekki bara um að út­deila nýj­um búnaði held­ur einnig n.k. heilsu­efl­ing­ar­sam­töl­um, þar sem rætt sé um hvernig hægt sé að sprauta sig með sem ör­ugg­ust­um hætti. Inn­an ramma verk­efn­is­ins hef­ur jafn­framt verið gef­inn út bæk­ling­ur með leiðbein­ing­um til sprautufíkla.

„Þetta snýst um að þú sért virt­ur sem ein­stak­ling­ur og haf­ir ein­hverja stjórn í þínu lífi, jafn­vel þótt það sé stjórn­laust.”

mbl.is