Ekkert göngufólk á Heklu  svo vitað sé

Hekla | 26. mars 2013

Ekkert göngufólk á Heklu svo vitað sé

„Hún er sakleysisleg á svipinn og snævi þakin. Smá skýjahula á toppnum en það er enga breytingu að sjá í byggð,“ segir Anders Hansen sem rekur Heklusetrið á Leirubakka.

Ekkert göngufólk á Heklu svo vitað sé

Hekla | 26. mars 2013

Göngufólk við Heklurætur.
Göngufólk við Heklurætur. Mbl.is/Una Sighvatsdóttir

„Hún er sak­leys­is­leg á svip­inn og snævi þakin. Smá skýja­hula á toppn­um en það er enga breyt­ingu að sjá í byggð,“ seg­ir And­ers Han­sen sem rek­ur Heklu­setrið á Leiru­bakka.

„Hún er sak­leys­is­leg á svip­inn og snævi þakin. Smá skýja­hula á toppn­um en það er enga breyt­ingu að sjá í byggð,“ seg­ir And­ers Han­sen sem rek­ur Heklu­setrið á Leiru­bakka.

And­ers seg­ist eng­ar hrær­ing­ar hafa fundið í byggð og veit ekki til þess að göngu­fólk sé á fjall­inu í dag, en eins og fram hef­ur komið lýstu rík­is­lög­reglu­stjór­inn og lög­reglu­stjór­inn á Hvols­velli í morg­un yfir óvissu­stigi al­manna­varna vegna jarðhrær­inga í Heklu.

Mik­ill fjöldi fólks á fjallið

„Við höf­um und­an­far­in miss­eri hvatt fólk sem fer upp til að skrá sig og gefa upp síma­núm­er, en það hef­ur eng­inn farið mér vit­an­lega hér í morg­un. Þannig að það ætti ekki að vera vanda­mál,“ seg­ir And­ers.

Þótt Hekla hafi um nokk­ur skeið verið tal­in til­bú­in að gjósa að mati jarðfræðinga og mæli­tæki sýni um­brot sem lík­lega séu hraun á hreyf­ingu þá hef­ur ekki dregið úr því að fjall­göngu­fólk haldi á tind­inn.

„Það hef­ur und­an­far­in ár verið mjög mik­ill fjöldi fólks sem geng­ur á fjallið og marg­ir láta þetta ekki stoppa sig. Sum­um finnst það jafn­vel meira spenn­andi, til­hugs­un­in um að fjallið farið að gjósa fljót­lega.“

Gæti þurft að forða bú­pen­ingi

Þótt óvissu­stigi hafi verið lýst yfir þarf það alls ekki að þýða að úr verði gos. Ef svo verður fer það svo eft­ir eðli goss­ins hvort íbú­ar í kring þurfa að grípa til ráðstaf­anna. Flest öll Heklugos á sögu­leg­um tíma hafa verið bland­gos þar sem gos­efn­in eru bæði hraun og gjóska.

„Það er nú afar ólík­legt, nema það verði því meira ösku­fall. Hér á Leiru­bakka er eins og ann­ars staðar bú­pen­ing­ur sem þarf þá að huga að, hross og sauðfé. Við sjá­um hvað set­ur, það er ekk­ert farið af stað ennþá.“

Mesta hættu­ástandið í Þrengsl­un­um

Sjá má í hendi sér að verði eld­gos í Heklu nú gæti orðið stríður straum­ur fólks aust­ur fyr­ir fjall, enda páska­helg­in framund­an og veður­spá­in góð. Í Heklu hafa áður orðið það sem kalla má túristagos, en það get­ur þó verið all­ur gang­ur á því enda ræður eng­inn við nátt­úr­una.

„Það gæti orðið gríðarleg um­ferð, en menn mega nú kannski minn­ast þess að aðal­vanda­málið í síðasta Heklugosi árið 2000 var þegar þúsund­ir manna sátu fast­ar í Þrengsl­un­um eft­ir að hafa farið í bíltúr aust­ur að Heklu,“ seg­ir And­ers. „Það var mesta hættu­ástandið í því gosi.“

Óvissu­stig vegna Heklu

Hekla á óvissustigi að morgni þriðjudags 26. mars 2013. Séð …
Hekla á óvissu­stigi að morgni þriðju­dags 26. mars 2013. Séð frá Leiru­bakka. Ljós­mynd/​Fríða Han­sen
Göngufólk á Heklu vorið 2009. Þá rauk úr toppinum þótt …
Göngu­fólk á Heklu vorið 2009. Þá rauk úr topp­in­um þótt kalt væri í veðri. Mbl.is/​Una Sig­hvats­dótt­ir
mbl.is