Engin sjáanleg merki um eldgos

Hekla | 26. mars 2013

Engin sjáanleg merki um eldgos í aðsigi

Veðurstofa Íslands hefur hækkað eftirlitsstig Heklu vegna flugumferðar frá grænu í gult í samræmi við aukna virkni á svæðinu. Í framhaldi af því hafa Almannavarnir og lögreglustjórinn á Hvolsvelli lýst yfir óvissustigi.

Frá 10. mars 2013 hafa mælst 7 smáskjálftar með upptök um 4,5 km norðaustur af hátindi Heklu. Þeir eru á stærðarbilinu 0,4 til 1 og á um 11-12 km dýpi.  Þessir jarðskjálftar eru hefðbundnir brotaskjálftar og sýna ekki merki um kvikuhreyfingu.  Slíkir jarðskjálftar hafa áður orðið á svipuðum slóðum á milli eldgosa í Heklu en þeir hafa verið óvenjumargir núna síðustu vikur.

Þenslumælingar í borholum ásamt samfelldum GPS mælingum í nágrenni Heklu sýna engar landbreytingar.  Aukin skjálftavirkni við Heklu síðustu vikur eru einu mælanlegu breytingarnar og ennþá er ekki hægt að álykta að henni sé lokið.

Breytingar á litakóða Heklu vegna flugumferðar frá grænu í gult er eingöngu vegna þessara auknu skjálftavirkni sem er ekki algeng á svæðinu. Það eru engin sjáanleg merki um að eldgos sé í aðsigi, segir í frétt frá Veðurstofunni.

Engin sjáanleg merki um eldgos í aðsigi

Hekla | 26. mars 2013

Veður­stofa Íslands hef­ur hækkað eft­ir­lits­stig Heklu vegna flug­um­ferðar frá grænu í gult í sam­ræmi við aukna virkni á svæðinu. Í fram­haldi af því hafa Al­manna­varn­ir og lög­reglu­stjór­inn á Hvols­velli lýst yfir óvissu­stigi.

Frá 10. mars 2013 hafa mælst 7 smá­skjálft­ar með upp­tök um 4,5 km norðaust­ur af há­tindi Heklu. Þeir eru á stærðarbil­inu 0,4 til 1 og á um 11-12 km dýpi.  Þess­ir jarðskjálft­ar eru hefðbundn­ir brota­skjálft­ar og sýna ekki merki um kviku­hreyf­ingu.  Slík­ir jarðskjálft­ar hafa áður orðið á svipuðum slóðum á milli eld­gosa í Heklu en þeir hafa verið óvenjumarg­ir núna síðustu vik­ur.

Þenslu­mæl­ing­ar í bor­hol­um ásamt sam­felld­um GPS mæl­ing­um í ná­grenni Heklu sýna eng­ar land­breyt­ing­ar.  Auk­in skjálfta­virkni við Heklu síðustu vik­ur eru einu mæl­an­legu breyt­ing­arn­ar og ennþá er ekki hægt að álykta að henni sé lokið.

Breyt­ing­ar á litakóða Heklu vegna flug­um­ferðar frá grænu í gult er ein­göngu vegna þess­ara auknu skjálfta­virkni sem er ekki al­geng á svæðinu. Það eru eng­in sjá­an­leg merki um að eld­gos sé í aðsigi, seg­ir í frétt frá Veður­stof­unni.

Veður­stofa Íslands hef­ur hækkað eft­ir­lits­stig Heklu vegna flug­um­ferðar frá grænu í gult í sam­ræmi við aukna virkni á svæðinu. Í fram­haldi af því hafa Al­manna­varn­ir og lög­reglu­stjór­inn á Hvols­velli lýst yfir óvissu­stigi.

Frá 10. mars 2013 hafa mælst 7 smá­skjálft­ar með upp­tök um 4,5 km norðaust­ur af há­tindi Heklu. Þeir eru á stærðarbil­inu 0,4 til 1 og á um 11-12 km dýpi.  Þess­ir jarðskjálft­ar eru hefðbundn­ir brota­skjálft­ar og sýna ekki merki um kviku­hreyf­ingu.  Slík­ir jarðskjálft­ar hafa áður orðið á svipuðum slóðum á milli eld­gosa í Heklu en þeir hafa verið óvenjumarg­ir núna síðustu vik­ur.

Þenslu­mæl­ing­ar í bor­hol­um ásamt sam­felld­um GPS mæl­ing­um í ná­grenni Heklu sýna eng­ar land­breyt­ing­ar.  Auk­in skjálfta­virkni við Heklu síðustu vik­ur eru einu mæl­an­legu breyt­ing­arn­ar og ennþá er ekki hægt að álykta að henni sé lokið.

Breyt­ing­ar á litakóða Heklu vegna flug­um­ferðar frá grænu í gult er ein­göngu vegna þess­ara auknu skjálfta­virkni sem er ekki al­geng á svæðinu. Það eru eng­in sjá­an­leg merki um að eld­gos sé í aðsigi, seg­ir í frétt frá Veður­stof­unni.

Aviati­on colour-code of Hekla from green to yellow

The Icelandic Meteorological Office has changed the aviati­on colour-code of Hekla volcano from green to yellow, signify­ing elevated un­rest abo­ve a known background level.

Since 10 March 2013, at le­ast seven micro-eart­hqua­kes, rang­ing in size from magnitu­de 0.4 to 1, have been detected over a small area ~4.5 km to the north-east of the volcano's summit. Sourced main­ly at 11 to 12 km depth, these eart­hqua­kes have a high-frequ­ency character sug­gesti­ve of brittle fract­ur­ing rat­her than magma mo­vements. At Hekla, such a clu­ster­ing of eart­hqua­kes in time and space is un­usual in between erupti­ons.

Cont­inu­ous mea­surements of bor­ehole strain and ground-based GPS show no changes in crustal deformati­on. The only mea­s­ura­ble change is increa­sed eart­hqua­ke acti­vity, alt­hough the eart­hqua­ke rate is too low to assess whet­her this ep­isode has pea­ked al­rea­dy.

The change from green to yellow is a precauti­on­ary step due to increa­sed eart­hqua­ke acti­vity. To date, th­ere are no observable signs that an erupti­on of Hekla is imm­in­ent.

mbl.is