„Venjulega ekki skjálftar í Heklu“

Hekla | 26. mars 2013

„Venjulega ekki skjálftar í Heklu“

Augu landsmanna beinast nú að Heklu eftir að ríkislögreglustjóri og lögreglustjórinn á Hvolsvelli lýstu yfir óvissustigi almannavarna í morgun vegna jarðhræringa í Heklu.

„Venjulega ekki skjálftar í Heklu“

Hekla | 26. mars 2013

Augu lands­manna bein­ast nú að Heklu eft­ir að rík­is­lög­reglu­stjóri og lög­reglu­stjór­inn á Hvols­velli lýstu yfir óvissu­stigi al­manna­varna í morg­un vegna jarðhrær­inga í Heklu.

Augu lands­manna bein­ast nú að Heklu eft­ir að rík­is­lög­reglu­stjóri og lög­reglu­stjór­inn á Hvols­velli lýstu yfir óvissu­stigi al­manna­varna í morg­un vegna jarðhrær­inga í Heklu.

Ástæðan fyr­ir því að menn eru með vak­andi auga núna eru þess­ir smá­vægi­legu skjálft­ar,“ seg­ir Páll Ein­ars­son, starfsmaður Jarðvís­inda­stofn­un­ar Há­skóla Íslands en frá 10. mars 2013 hafa mælst sjö skjálft­ar með upp­tök um 4,5 km norðaust­ur af há­tindi Heklu. „Þetta er frek­ar óvenju­legt, venju­lega eru ekki skjálft­ar í Heklu,“ seg­ir Páll.

Á tíu ára fresti?

Síðast gaus í Heklu árið 2000 og hef­ur þrýst­ing­ur auk­ist í kviku­hólf­un­um und­ir fjall­inu allt frá því að gos­inu lauk. Mæl­ing­ar frá ár­inu 2006 bentu til þess að þrýst­ing­ur­inn væri orðinn held­ur meiri en fyr­ir síðustu gos. „Þá áttu menn allt eins von á því að dregið gæti til tíðinda fljót­lega,“ seg­ir Páll.

Enn hef­ur ekki gosið í Heklu en nú bíða menn átekta og fylgj­ast grannt með til­hög­un mála. Að sögn Páls geta skjálft­arn­ir und­an­farna daga bent til þess að komið sé að þol­mörk­um, að kvik­an gæti verið kom­in á hreyf­ingu und­ir fjall­inu. „Þó hafa ekki mælst nein­ar kviku­hreyf­ing­ar enn,“ seg­ir hann.

Eld­fjöll eru ekki þekkt fyr­ir að láta á sér kræla með reglu­legu milli­bili. Gos­in í Heklu hafa þó verið óvenju­lega reglu­leg síðustu ár, eða frá gos­inu sem varð árið 1970. Eft­ir það gaus árið 1980, 1991 og loks árið 2000. „Af þeirri ástæðu bjugg­ust marg­ir við gosi í kring­um 2010,“ seg­ir Páll og eft­ir frétt­irn­ar í morg­un bíða marg­ir átekta.

„Aðdrag­andi Heklugos­anna er mjög skamm­ur,“ seg­ir Páll. Árið 2000 liðu 79 mín­út­ur frá því að fyrsti skjálft­inn kom og þangað til að gosið kom upp. Gosið kom í kjöl­far ákafra skjálfta­hrina en að sögn Páls voru skjálft­arn­ir mun harðari en þeir sem mælst hafa síðastliðna daga.

Hraungos og gjóska

Mörg gos­anna úr Heklu hafa valdið tölu­verðu tjóni. Þar ber helst að nefna fyrsta gosið sem kom úr henni á sögu­leg­um tíma en það var árið 1104 og þeytti gosið þá gríðarlegu magni af gjósku yfir landið. Gosið lagði stór landsvæði í auðn, þá sér­stak­lega í Þjórsár­dal. „Gos síðustu ára hafa ekki verið mjög stór­vægi­leg,“ seg­ir Páll.

Gos í Heklu hefjast yf­ir­leitt á gjóskugosi en fljót­lega eft­ir það byrj­ar hraun að renna. Ask­an er mestu fyrstu klukku­stund­irn­ar en síðan dreg­ur fljót­lega úr ösku­mynd­un.

Hekla er næst­virk­asta eld­fjall lands­ins á sögu­leg­um tíma og hef­ur gosið að meðaltali á 55 ára fresti síðan land byggðist. Að minnsta kosti 17 gos eru þekkt úr Heklu sjálfri en þar að auki er vitað um fimm gos í ná­grenni henn­ar í sama eld­stöðva­kerf­inu.

mbl.is