Heimilislausum virðist fjölga

Utangarðs á Íslandi | 6. maí 2013

Heimilislausum virðist fjölga

Í fyrra var mönnum vísað 24 sinnum frá Gistiskýlinu í Þingholtsstræti þegar húsið var orðið fullt en bara í síðastliðnum aprílmánuði voru frávísanir 63 talsins og tæplega þrjátíu í janúarmánuði. Þetta segir Þórir Haraldsson, yfirmaður í Gistiskýlinu, en hann segir ýmislegt geta valdið aukningunni.

Heimilislausum virðist fjölga

Utangarðs á Íslandi | 6. maí 2013

00:00
00:00

Í fyrra var mönn­um vísað 24 sinn­um frá Gisti­skýl­inu í Þing­holts­stræti þegar húsið var orðið fullt en bara í síðastliðnum apr­íl­mánuði voru frá­vís­an­ir 63 tals­ins og tæp­lega þrjá­tíu í janú­ar­mánuði. Þetta seg­ir Þórir Har­alds­son, yf­ir­maður í Gisti­skýl­inu, en hann seg­ir ým­is­legt geta valdið aukn­ing­unni.

Í fyrra var mönn­um vísað 24 sinn­um frá Gisti­skýl­inu í Þing­holts­stræti þegar húsið var orðið fullt en bara í síðastliðnum apr­íl­mánuði voru frá­vís­an­ir 63 tals­ins og tæp­lega þrjá­tíu í janú­ar­mánuði. Þetta seg­ir Þórir Har­alds­son, yf­ir­maður í Gisti­skýl­inu, en hann seg­ir ým­is­legt geta valdið aukn­ing­unni.

Þórir bend­ir á háan hús­næðis­kostnað og fjölg­un er­lendra verka­manna sem hafi lent í ógöng­um hér á landi sem hluta af vand­an­um en einnig að nú sé eins og lang­tíma­áhrif krepp­unn­ar séu að koma í ljós. Vana­lega er meiri aðsókn í gist­ingu fyr­ir heim­il­is­lausa yfir sum­ar­mánuðina og því er þessi mikla eft­ir­spurn eft­ir húsa­skjóli einnig óvenju­leg hvað það varðar og nú sé far­in að mynd­ast biðröð fyr­ir utan hús­næðið áður en opnað er kl. 17.

Þórir seg­ir að lög­regl­an hafi að und­an­förnu oft þurft að hýsa menn sem vísað hafi verið frá Gisti­skýl­inu en 7 heim­il­is­laus­ir gistu fanga­klefa á aðfaranótt laug­ar­dags að eig­in ósk þar sem þeir áttu ekki önn­ur hús að venda. 

Sam­hjálp rek­ur Gisti­skýlið í sam­vinnu við Reykja­vík­ur­borg fyr­ir heim­il­is­lausa ein­stak­linga en þar eru tutt­ugu rúm til ráðstöf­un­ar. Skýlið er opið frá klukk­an 17.00 til 10 næsta dags alla daga árs­ins, þar fá menn hrein rúm og hreina bað- og þvottaaðstöðu. 

mbl.is