Kærður fyrir ummæli um Whitney Houston

Whitney Houston látin | 18. september 2013

Kærður fyrir ummæli um Whitney Houston

Lögregluþjónn í Beverly Hills hefur verið kærður fyrir ummæli sem hann lét falla þegar hann sá lík söngkonunnar Whitney Houston. Þegar Terry Nutall lyfti upp lakinu sem skýldi líkinu sagði hann meðal annars: „Fjandinn hafi það, hún lítur enn vel út huh?“

Kærður fyrir ummæli um Whitney Houston

Whitney Houston látin | 18. september 2013

Whitney Houston
Whitney Houston AFP

Lög­regluþjónn í Bever­ly Hills hef­ur verið kærður fyr­ir um­mæli sem hann lét falla þegar hann sá lík söng­kon­unn­ar Whitney Hou­st­on. Þegar Terry Nu­tall lyfti upp lak­inu sem skýldi lík­inu sagði hann meðal ann­ars: „Fjand­inn hafi það, hún lít­ur enn vel út huh?“

Lög­regluþjónn í Bever­ly Hills hef­ur verið kærður fyr­ir um­mæli sem hann lét falla þegar hann sá lík söng­kon­unn­ar Whitney Hou­st­on. Þegar Terry Nu­tall lyfti upp lak­inu sem skýldi lík­inu sagði hann meðal ann­ars: „Fjand­inn hafi það, hún lít­ur enn vel út huh?“

Nu­tall hafði eng­an rétt á því að láta um­mæl­in falla, sam­kvæmt kæru frá sam­starfs­manni hans sem einnig kom á Hilt­on-hót­elið í Ber­ver­ly Hill þar sem Hou­st­on fannst lát­in þann 11. fe­brú­ar í fyrra. 

Rétt­ar­meina­fræðing­ur úr­sk­urðaði að söng­kon­an hefði drukknað í slysi í baðkari hót­el­her­berg­is­ins en und­ir­liggj­andi ástæður drukkn­un­ar voru kókaínn­eysla og hjartveiki.

Kær­an er birt í Los Ang­eles Times en lög­regluþjónn­inn Bri­an Weir sak­ar þar fé­laga sinn um óviðeig­andi hegðun. Á Nu­tall að hafa þrifið lakið af nöktu lík­inu og snert það. Lét hann um­mæli falla sem fóru mjög fyr­ir brjóstið á Weir sem ákvað að leggja fram kæru og fer fram á skaðabæt­ur vegna þessa.

mbl.is