Þingmenn fundi um Vodafone-málið

Vodafone hakkað | 2. desember 2013

Þingmenn fundi um Vodafone-málið

Boðað hefur verið til fundar um Vodafone-málið í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis og að á þann fund kallaðir fulltrúar ríkislögreglustjóra, póst- og fjarskiptastofnunar og innanríkisráðuneytis.

Þingmenn fundi um Vodafone-málið

Vodafone hakkað | 2. desember 2013

Alþingishúsið við Austurvöll
Alþingishúsið við Austurvöll mbl.is/Golli

Boðað hef­ur verið til fund­ar um Voda­fo­ne-málið í um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd Alþing­is og að á þann fund kallaðir full­trú­ar rík­is­lög­reglu­stjóra, póst- og fjar­skipta­stofn­un­ar og inn­an­rík­is­ráðuneyt­is.

Boðað hef­ur verið til fund­ar um Voda­fo­ne-málið í um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd Alþing­is og að á þann fund kallaðir full­trú­ar rík­is­lög­reglu­stjóra, póst- og fjar­skipta­stofn­un­ar og inn­an­rík­is­ráðuneyt­is.

Auk þess verða full­trú­ar Voda­fo­ne boðaðir á fund­inn og hugs­an­lega annarra fjar­skipta­fyr­ir­tækja. Fund­ur­inn verður að lík­ind­um hald­inn á miðviku­dags­morg­un, að sögn Hösk­uld­ar Þór­halls­son­ar, for­manns nefnd­ar­inn­ar, sem setti fund­inn á dag­skrá í morg­un.

Katrín Jak­obs­dótt­ir, þingmaður Vinstri grænna, óskaði jafn­framt eft­ir slík­um fundi. Hún tel­ur til­efni til að fara yfir málið, þannig að hið op­in­bera hafi eft­ir­lit með því að lög­um sé fylgt.

Þá sagði Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir inn­an­rík­is­ráðherra, í sam­tali við morg­unút­varp Rás­ar 2 í morg­un, að málið væri það al­var­legt að fara verði yfir það hjá stofn­un­um og hinu op­in­bera. Hanna Birna sagði að netör­yggi sé eitt stærsta ör­ygg­is­mál í heim­in­um í dag.

Lög­um um vernd per­sónu­upp­lýs­inga ekki fylgt

mbl.is sagði frá því á laug­ar­dag að Voda­fo­ne hafi lík­lega brotið lög um fjar­skipti með því að geyma sms-skila­boð fólks allt aft­ur til árs­ins 2010.

Í ákvæði lag­anna um vernd per­sónu­upp­lýs­inga og friðhelgi einka­lífs seg­ir að gögn­um um fjar­skiptaum­ferð not­enda skuli gerð nafn­laus og þeim eytt þegar þeirra er ekki leng­ur þörf.

Fjar­skipta­fyr­ir­tækj­um ber, í þágu rann­sókna og al­manna­ör­ygg­is, að varðveita lág­marks­skrán­ingu gagna um fjar­skiptaum­ferð not­enda í 6 mánuði. Að þeim tíma liðnum ber fyr­ir­tækj­un­um að eyða gögn­un­um.

Katrín Jakobsdóttir óskar eftir því að Vodafone-málið verði rætt í …
Katrín Jak­obs­dótt­ir ósk­ar eft­ir því að Voda­fo­ne-málið verði rætt í um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd Alþing­is. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokks, er formaður umhverfis- og samgöngunefndar.
Hösk­uld­ur Þór­halls­son, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks, er formaður um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is