Hrinda 4-5 stórum árásum á mánuði

Vodafone hakkað | 3. desember 2013

Hrinda 4-5 stórum árásum á mánuði

„Varðandi þessar árásir þá eru stöðugar þreifingar á vefnum okkar og við erum að hrinda fjórum til fimm stórum árásum á mánuði. Það er umfangið,“ segir Hrannar Pétursson, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Vodafone á Íslandi. Hann segir að í fyrri tilvikum hafi tölvuþrjótar ekki komist í nein gögn og hugsanlega hafi það veitt fyrirtækinu falskt öryggi hversu litlu þeir áorkuðu.

Hrinda 4-5 stórum árásum á mánuði

Vodafone hakkað | 3. desember 2013

Vodafone í Skútuvogi
Vodafone í Skútuvogi Ómar Óskarsson

„Varðandi þess­ar árás­ir þá eru stöðugar þreif­ing­ar á vefn­um okk­ar og við erum að hrinda fjór­um til fimm stór­um árás­um á mánuði. Það er um­fangið,“ seg­ir Hrann­ar Pét­urs­son, fram­kvæmda­stjóri sam­skipta­sviðs Voda­fo­ne á Íslandi. Hann seg­ir að í fyrri til­vik­um hafi tölvuþrjót­ar ekki kom­ist í nein gögn og hugs­an­lega hafi það veitt fyr­ir­tæk­inu falskt ör­yggi hversu litlu þeir áorkuðu.

„Varðandi þess­ar árás­ir þá eru stöðugar þreif­ing­ar á vefn­um okk­ar og við erum að hrinda fjór­um til fimm stór­um árás­um á mánuði. Það er um­fangið,“ seg­ir Hrann­ar Pét­urs­son, fram­kvæmda­stjóri sam­skipta­sviðs Voda­fo­ne á Íslandi. Hann seg­ir að í fyrri til­vik­um hafi tölvuþrjót­ar ekki kom­ist í nein gögn og hugs­an­lega hafi það veitt fyr­ir­tæk­inu falskt ör­yggi hversu litlu þeir áorkuðu.

Í sjón­varps­frétt­um Rík­is­út­varps­ins í kvöld sagði að tölvuþrjót­ar hefðu ráðist á vefsíðu Voda­fo­ne í þrígang und­an­far­in tvö ár. Rætt var við for­rit­ara sem furðaði sig á því að stjórn­end­ur Voda­fo­ne hefðu ekki tekið á ör­ygg­is­mál­um vefsíðu fyr­ir­tæk­is­ins í kjöl­far fyrri árás­anna tveggja.

Hrann­ar seg­ir alla hafa rétt á sinni skoðun. Hins veg­ar sé þetta mik­il óværa og það sýni sig að sömu ein­stak­ling­ar ráðast á vefi margra ís­lenskra fyr­ir­tækja. „Ég held að það sé löngu orðið tíma­bært að ís­lensk fyr­ir­tæki vinni að þessu sam­an, þannig að menn læri hver af öðrum. Það skipt­ir miklu máli að þessi mál, og þetta mál, verði til þess að bæta ör­yggi í þess­um mála­flokki á Íslandi og að fyr­ir­tæki, með milli­göngu eða þátt­töku hins op­in­bera, stilli bet­ur strengi sína og deili upp­lýs­ing­um.“

mbl.is