Mannát í hefndarskyni

Mið-Afríkulýðveldið | 13. janúar 2014

Mannát í hefndarskyni

Kristinn íbúi í Mið-Afríkulýðveldinu lýsir því í samtali við breska ríkisútvarpið hvernig hann hafi etið fót múslíma í hefndarskyni fyrir morð á fjölskyldumeðlimi.

Mannát í hefndarskyni

Mið-Afríkulýðveldið | 13. janúar 2014

AFP

Kristinn íbúi í Mið-Afríkulýðveldinu lýsir því í samtali við breska ríkisútvarpið hvernig hann hafi etið fót múslíma í hefndarskyni fyrir morð á fjölskyldumeðlimi.

Kristinn íbúi í Mið-Afríkulýðveldinu lýsir því í samtali við breska ríkisútvarpið hvernig hann hafi etið fót múslíma í hefndarskyni fyrir morð á fjölskyldumeðlimi.

Ouandja Magloire, sem kallar sig „Óðan hund“, segir að hann hafi drepið manninn vegna þess að múslímar hafi drepið þungaða eiginkonu hans, mágkonu og barn hennar.

Ofbeldi milli ólíkra trúarhópa hefur stigmagnast í landinu undanfarna mánuði. Á föstudag sagði forseti landsins, Michel Djotodia, af sér vegna mikils þrýstings frá alþjóðasamfélaginu. Um 20% landsmanna eru á flótta vegna ástandsins í landinu.

Í bænum Bangui þar sem kristnir eru í miklum meirihluta, hefur árásum á múslíma fjölgað mjög.

Magloire lýsir því fyrir fréttamanni BBC hvernig hann hafi séð fórnarlambið í bíl og ákveðið að elta hann. Sífellt fleiri tóku þátt og þegar þeir neyddu bílstjórann til að stöðva voru um tuttugu ungir menn í árásarhópnum. Hópurinn dró múslimann út úr bílnum, börðu hann og stungu hann. Síðan helltu þeir bensíni yfir manninn og kveiktu í. Myndir af vettvangi sýna Magloire leggja sér manninn til munns. Enginn reyndi að koma fórnarlambinu til aðstoðar.

mbl.is